Binditími kallast sá tími sem ekki er hægt að millifæra af bankareikningum og upphæð reikningsins situr því bundin inni á reikningnum. Þegar reikningur er óbundinn er hægt að millifæra af reikningnum hvenær sem er.
Binditími og innvextir haldast í hendur, því lengri sem binditími er, því hærri eru innvextir reikningsins.