Nei. Til að nota appið skráir þú þig inn með sama notandanafni og lykilorði og gert er í netbanka fyrirtækja.
Appið
Einfaldari rekstur með appinu
Appið veitir góða yfirsýn yfir fjármál fyrirtækisins og reksturinn, hvort sem þú ert á vinnustaðnum eða á ferðinni.
Sparaðu tíma
Appið er hlaðið möguleikum og aðgerðum sem auðvelda fyrirtækjum daglegan rekstur og spara þér sporin. Það er auðvelt að skipta á milli fyrirtækja- og einstaklingsviðskipta.
Ertu að hefja rekstur?
Þú getur skráð fyrirtækið þitt í viðskipti í appinu, stofnað bankareikning, debetkort og fleira. Í netbankanum velur þú svo enn meiri viðbætur í appið og veitir fleira starfsfólki aðgang. Í appinu getur þú líka skráð fleiri félög í viðskipti.

Hafðu hlutina á hreinu
Landsbankaappið eykur skilvirkni og veitir yfirsýn yfir fjármál fyrirtækisins og tengdra félaga. Í appinu eru einfaldar aðgerðir og gagnleg yfirlit.
Þú einfaldlega færir þig á milli fyrirtækja í appinu án frekari innskráningar til að skoða gögn og framkvæma aðgerðir. Móðurfélög geta líka fengið aðgang að gögnum og aðgerðum dótturfélaga án þess að skipt sé á milli aðganga.

Einfaldari innheimta
Appið veitir yfirsýn yfir útgefnar kröfur og innheimtuárangur. Fljótlegt er að færa sig á milli félaga í appinu til að skoða og stýra innheimtu hjá þeim.
Þú getur breytt kröfum, skipt um ráðstöfunarreikning, veitt greiðslufresti, fært eindaga, stofnað nýja innheimtuferla og breytt innheimtureglum hvenær sem er.

Yfirdráttarlán í appinu
Í appinu getur þú sótt um yfirdráttarlán á veltureikning. Hægt er að leggja fram tryggingu og fá heimildina samþykkta samstundis í appinu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Umsóknir sem eru ekki samþykktar sjálfvirkt fara í vinnslu hjá tengiliðum eða öðru starfsfólki bankans sem vinnur málið áfram.

Kvittanir beint í bókhaldið
Í appinu er hægt að bæta viðhengi eins og greiðslukvittun eða nótu við kortafærslur, setja inn skýringu og velja viðeigandi bókunarlykil.

Einfaldari verðbréfaviðskipti
Í appinu getur þú átt viðskipti með innlend hlutabréf og keypt eða selt í sjóðum hvar og hvenær sem er. Þú getur líka stofnað áskrift að sjóðum og færð skýrt yfirlit yfir verðbréfaeign þína og viðskiptasögu.
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.