Korthafi getur tekið mynd t.d. af kvittun, hlaðið inn mynd eða skrá úr tæki og vistað hana við kreditkortafærslu í appinu. Landsbankinn geymir gögnin í þrjú ár frá þeim degi sem þau eru færð inn í appið og netbankann.
Viðbót við kortafærslur
Kvittanir beint í bókhaldið
Sparaðu tíma með því að hengja greiðslukvittanir við kreditkortafærslur í appinu.
Aukin skilvirkni í bókhaldi fyrirtækja
Í appinu er hægt að bæta viðhengi eins og greiðslukvittun eða nótu við kortafærslur, setja inn skýringu og velja viðeigandi bókunarlykil.
Einfalt og aðgengilegt
Fyrirtækjum sparast mikill tími þar sem viðhengi, skýringar og bókhaldslyklar, sem búið er að setja við færslur, eru aðgengileg í netbankanum og tilbúin til að færa inn í bókhaldið.
Tímasparnaður og aukinn rekjanleiki
Með því að hengja kvittanir og skjöl við færslur í appinu er hægt að tryggja að mikilvæg gögn komist til skila.
Um er að ræða hagkvæma lausn til að bæta ferla og rekjanleika í bókhaldi. Lausnin felur ekki í sér neinn aukakostnað fyrir fyrirtæki.
Sveigjanleiki
Korthafar geta hvenær sem er bætt við eða breytt bókunarlyklum, viðhengjum og skýringum í appinu. Gögnin uppfærast samstundis í netbanka fyrirtækisins.
Leiðbeiningar
Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar um hvernig þú bætir viðhengi, skýringu eða bókunarlykli við færslur.
Viðhengi
Svona vistar þú viðhengi við færslu
Skýring
Svona bætir þú skýringu við færslu
Bókunarlykill
Svona velur þú bókunarlykil við færslu
Heyrðu í okkur
Við aðstoðum þig með ánægju og svörum öllum spurningum sem þú hefur um þjónustuna. Þú getur haft samband í síma 410 5000 eða sent tölvupóst á fyrirtaeki@landsbankinn.is.
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.