Snertilausar greiðslur
Hvernig borga ég með síma eða úri?
Skráðu kortið og borgaðu snertilaust
Þú getur skráð öll kortin þín, debet-, kredit- og gjafakort í símann eða úrið og byrjað að borga snertilaust. Úttektarheimildin breytist ekki og að sjálfsögðu haldast öll fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar óbreytt.

Með Apple Pay getur þú borgað á öruggan hátt með símanum. Skráðu kortið þitt í Apple Wallet og byrjaðu að borga snertilaust.

Google Pay er hraðvirk, einföld og örugg greiðsluleið fyrir Android tæki sem þú notar til að borga með símanum í verslunum og netverslunum.

Skráðu kortið þitt í Garmin úrið og byrjaðu að borga með úrinu. Úttektarheimildir og öll fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar haldast óbreytt.

Snertilausar greiðslur með sjálfu kortinu
Það getur verið þægilegt að greiða 7.500 kr. eða lægri upphæðir snertilaust með sjálfu kortinu. Þá er kortið lagt að posa og beðið eftir staðfestingu.

Greiðslur með síma og úri
Þú sérð kortanúmerið strax í appinu og getur skráð í síma og úr. Einstaklingar 13 ára og eldri geta skráð kortin sín í Apple Pay og 16 ára og eldri geta skráð kortin sín í Google Pay.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.