Þegar þú tengir greiðslukort við Google Wallet stofnast sýndarnúmer sem er tengt við greiðslukortanúmer kortsins. Kortanúmerið sjálft er því aldrei vistað á tækinu og aldrei deilt með þriðja aðila.
Google Pay
Google Pay
Google PayTM er hraðvirk, einföld og örugg greiðsluleið fyrir Android tæki sem þú notar til að borga með símanum í verslunum og netverslunum.
- Engin aukagjöld
- Fríðindi og tryggingar haldast óbreytt
- Úttektarheimild er sú sama og á kortinu þínu
Skráðu kortið með Landsbankaappinu
Opnaðu Landsbankaappið, finndu kortið þitt og veldu „Bæta korti í Google Wallet“. Þá opnast Google Wallet sjálfkrafa með öllum kortaupplýsingum. Þar klárar þú skráninguna á einfaldan og öruggan hátt.
Skráðu kortið í Google Wallet
Þú getur líka skráð kortið þitt beint í Google Wallet og byrjað að borga snertilaust í verslunum, í öppum og á vefsíðum.
Svona skráir þú kortið í Google Pay
Myndband sem sýnir hvernig þú tengir kortið við Google Pay í gegnum Google Wallet.
Svona borgar þú í verslunum
Notaðu Google Pay til að borga í öllum verslunum sem taka við snertilausum greiðslum.
Svona borgar þú í öppum og á vefsíðum
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.