Verðbréfaviðskipti

Ein­fald­ari verð­bréfa­við­skipti

Þú get­ur átt við­skipti með inn­lend hluta­bréf og keypt eða selt í sjóð­um hvenær sem er í app­inu eða net­banka. Þú get­ur líka stofn­að áskrift að sjóð­um og færð skýrt yf­ir­lit yfir verð­bréfa­eign þína og við­skipta­sögu.

Sjóðir eru áhrifarík leið til ávöxtunar

Þú getur keypt og selt í sjóðum Landsbréfa á einfaldan hátt í appi og netbanka. Þú getur selt í sjóðum hvenær sem er.

Í appi og netbanka veitum við 50% afslátt af afgreiðslugjaldi og 25% afslátt af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa..

Sjámynd úr appi

Áskrift að sjóðum

Í appinu og netbanka getur þú stofnað mánaðarlega áskrift að sjóðum.

Með áskrift færð þú 100% afslátt af gjaldi við kaup ef áskrift varir lengur en 4 mánuði og þú greiðir lægra afgreiðslugjald.

Tölva með sjóðasíðu

Hlutabréf eru hluti af vel dreifðu eignasafni

Það er fljótlegt og einfalt að kaupa og selja hlutabréf á mörkuðum Kauphallarinnar í appinu og netbanka. Þú getur sent tilboð á því gengi sem þú óskar eftir eða á markaðsgengi. Gengi hlutabréfa er í rauntíma í yfirliti og eins í kaup- og söluferlinu.

Við veitum 25% afslátt af viðskiptaþóknun og 50% afslátt af afgreiðslugjaldi í appinu og netbanka.

Skjámynd úr appi

Heildarsýn á stöðuna

Þú færð skýrt yfirlit yfir eignasafnið þitt, árangur þess og samsetningu. Þú getur líka skoðað virði safnsins í öðrum gjaldmiðlum en íslenskri krónu.

Þú getur skoðað viðskiptasögu þína, leitað að færslum eftir tegund viðskipta, verðbréfi eða tímabili og sótt kvittanir fyrir viðskiptum.

Skráning á örfáum mínútum

Það eina sem þú þarft að gera til að eiga í verðbréfaviðskiptum hjá okkur er að undirrita þjónustusamning með rafrænum skilríkjum og svara örfáum spurningum. Svo getur þú strax byrjað að kaupa og selja.

Áhætta í verðbréfaviðskiptum

Viðskipti með hlutabréf og sjóði eru áhættusöm og ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Því hvetjum við þig til að leita ráðgjafar og kynna þér upplýsingar um áhættuþætti, kostnað, þóknanir og annað slíkt áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu.

Kaup í sjóðum getur verið einfaldasta leiðin til að dreifa áhættunni

Sjóðir eru í stuttu máli safn margra fjárfestinga og er ætlað að einfalda fólki dreifingu eigna til að draga úr áhættu og sveiflum.

Fyrstu skrefin í verðbréfafjárfestingum

Áður en byrjað er að fjárfesta í verðbréfum er mikilvægt að hafa ákveðin lykilatriði á hreinu og vera meðvituð um áhættuna.

Fleiri greinar um verðbréfaviðskipti

Hér má finna fleiri fræðslugreinar þar sem farið er yfir ýmsa þætti er koma að sjóða- og hlutabréfaviðskiptum.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur