Öryggisstillingar korta

Öryggisstillingar korta í appinu

Þú getur aukið öryggi í kortanotkun með því að slökkva á þeim valmöguleikum sem henta hverju sinni. Sé færslu hafnað vegna öryggisstillinga, færðu tilkynningu um það í appinu.

Plastkort
Þegar lokað er fyrir plastkortið lokast líka fyrir netverslun og notkun í hraðbanka en hægt er að greiða með síma og úri. Sjálfvirkar greiðslur skuldfærast áfram.
Netverslun
Þegar lokað er fyrir netverslun er áfram hægt að versla á netinu með síma og úri.
Snertilausar greiðslur
Þegar lokað er fyrir snertilausar greiðslur lokast líka á greiðslur með síma og úri. 
Kortanotkun erlendis
Þegar lokað er fyrir kortanotkun erlendis virkar kortið áfram á netinu.
Notkun í hraðbönkum
Þegar lokað er fyrir notkun í hraðbönkum lokast fyrir allar aðgerðir í hraðbönkum.
Skjámyndir úr Landsbankaappinu

Neyðarlokun

Þú getur lokað aðgangi þínum að appi og netbönkum og öllum greiðslukortunum þínum. Þú finnur aðgerðina með því að opna Stillingar í appinu, skrunar neðst á síðuna og velur þar Neyðarlokun.

Lokunin tekur samstundis gildi. Aðeins er hægt að opna aftur með aðstoð okkar á afgreiðslutíma bankans.
Lokar aðgangi þínum að appi, netbanka einstaklinga og netbanka fyrirtækja.
Lokar öllum greiðslukortum, bæði þínum eigin og fyrirtækjakortum þínum.
Afturkallar heimildir allra tækja til að nota lífkenni til auðkenningar.

Láttu okkur vita

Ef þig grunar að þú hafir lent í klóm svikara er mikilvægt að hafa samband við bankann eins fljótt og hægt er.

Utan afgreiðslutíma Landsbankans skal hringja í neyðarnúmer vegna Visakorta, 525 2000.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur