Viðbótarlífeyrissparnaður

Kona með hund og kött

Við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ur er launa­hækk­un

  • Þú get­ur sótt um líf­eyr­is­sparn­að í Lands­banka­app­inu

Hagkvæmasti sparnaðurinn

Þegar þú greiðir í viðbótarlífeyrissparnað færð þú í raun launahækkun þar sem launagreiðandi greiðir 2% til viðbótar.

Sveigjanleiki
Hækkar lífeyrisgreiðslur og veitir sveigjanleika í lok starfsævinnar.
Erfist
Sparnaðurinn erfist að fullu.
Íbúðasparnaður
Hægt að nýta skattfrjálst til íbúðakaupa eða til lækkunar íbúðalána.
Sjálfvirkur
Þú þarft bara að sækja um í Landsbankaappinu.

Reiknaðu út viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn

ára
ISK

Hærri tekjur við starfslok

Viðbótarlífeyrissparnaður er mjög góð leið til hækka tekjur þínar þegar þú hættir að vinna og gefur þér tækifæri til að hætta fyrr að vinna.

Ungt fólk

Hvers vegna ættir þú að greiða í viðbótarlífeyrissparnað?

Þegar þú ferð á eftirlaun geta tekjur þínar lækkað umtalsvert eða um allt að helming. Þrátt fyrir að öllum sé skylt að greiða hluta af launum í skyldusparnað alla starfsævina þá eru greiðslur úr honum mun lægri en meðallaun um ævina.

Kona sinnir hestum um vetur

Hvernig ávaxtast sparnaðurinn?

Þú hefur val um fjölbreyttar ávöxtunarleiðir fyrir viðbótarlífeyrissparnaðinn. Ávöxtunarleiðir innan Íslenska lífeyrissjóðsins eru fjórar en auk þeirra er boðið upp á Lífeyrisbók Landsbankans (verðtryggða og óverðtryggða) og Lífeyrissparnaður – Erlend verðbréf, sem er safn erlendra verðbréfa.

Hjón úti í náttúru

Hvenær er viðbótarlífeyrissparnaðurinn greiddur út?

Þú ræður hvernig þú ráðstafar sparnaðinum eftir að þú nærð 60 ára aldri. Þú getur líka nýtt sparnaðinn til íbúðarkaupa eða til að greiða niður íbúðalán. Einnig getur þú fengið greitt úr sjóðnum vegna örorku.

Fjölskylda

Viðbótarlífeyrissparnaður nýttur til íbúðarkaupa

Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að eignast íbúð. Þú mátt nýta greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til að safna fyrir útborgun í íbúð og til að greiða hraðar niður íbúðalánin.

Varstu að byrja í nýrri vinnu?

Þegar þú byrjar í nýrri vinnu þá færist viðbótarlífeyrissparnaðurinn ekki sjálfkrafa á milli. Þess vegna þarft þú að skrá inn nýjan launagreiðanda til að greiða áfram í viðbótarlífeyrissparnað.

Ungt fólk

Svona breytir þú launagreiðanda

Þú lætur okkur vita af nýjum launagreiðanda í appinu undir „Lífeyrissparnaður“. Þar velur þú „Breyta“ við viðbótarlífeyrissparnað eða smellir á plúsinn neðst á síðunni. Þar getur þú líka breytt ávöxtunarleið og þínu framlagi í viðbótarlífeyrissparnað.

Lífeyrissparnaðurinn þinn

Í Landsbankaappinu finnur þú upplýsingar um inneign þína, réttindi og hreyfingar á lífeyrissparnaði þínum.

Í appinu getur þú meðal annars:

Sótt um lífeyrissparnað
Breytt lífeyrissparnaði
Skoðað yfirlit
Fólk að ganga í náttúru
Lífið eftir vinnu

Mikilvægt er að huga tímanlega að lífeyrismálum, því lífeyrir hefur mikil áhrif á það svigrúm sem fólk hefur til að njóta lífsins eftir starfslok og gefur svigrúm til að hætta fyrr að vinna.

Hjón
Þú getur byggt upp séreign með skyldulífeyrissparnaðinum

Í hugum margra er lítill munur á lífeyrissjóðum og þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á. Sú er þó ekki raunin.

Sparað fyrir fyrstu íbúð með viðbótarlífeyrissparnaði

Ein hagstæðasta leiðin til að spara fyrir útborgun fyrir fyrstu íbúð er að skrá sig í viðbótarlífeyrissparnað því slíkan sparnað er hægt að nota skattfrjálst til útborgunar.

Viltu fá ráðgjöf?

Fylltu út umsóknarformið og við höfum svo samband.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur