Ávöxtunarleiðir
Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir
Ólíkum þörfum og viðhorfi til áhættu er mætt með mismunandi ávöxtunarleiðum. Þú getur valið einstakar ávöxtunarleiðir eða kosið að fylgja Lífsbraut þar sem séreignarhluti skyldusparnaðar færist sjálfkrafa á milli ávöxtunarleiða eftir aldri. Flestir sjóðfélagar velja Lífsbraut.
Nafnávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins
Ávöxtunarleiðir | 1 ár | 5 ár* | 10 ár* | 15 ár* | 2023 | 2022 | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
* Meðalnafnávöxtun á ári til 30. nóvember 2024 |
||||||||||
Líf I: Séreign | 14,2% | 8,0% | 8,1% | 8,6% | 7,8% | -8,3% | 15,3% | 14,1% | 15,5% | 3,7% |
Líf II: Séreign | 12,9% | 7,2% | 7,5% | 7,9% | 7,5% | -7,6% | 13,1% | 12,7% | 13,6% | 3,8% |
Líf III: Séreign | 11,6% | 6,4% | 6,9% | 7,3% | 6,9% | -6,2% | 10,5% | 11,2% | 11,7% | 4,4% |
Líf IV: Séreign | 7,9% | 3,7% | 4,9% | 5,6% | 5,2% | -2,3% | 1,8% | 6,7% | 7,4% | 5,0% |
Samtrygging | 12,8% | 6,9% | 7,5% | 7,7% | 7,2% | -7,8% | 12,9% | 12,4% | 13,4% | 4,3% |
Raunávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins
Ávöxtunarleiðir | 1 ár | 5 ár* | 10 ár* | 15 ár* | 2023 | 2022 | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
* Meðalraunávöxtun á ári til 30. nóvember 2024 |
||||||||||
Líf I: Séreign | 8,7% | 1,8% | 3,8% | 4,5% | -0,2% | -16,1% | 10,0% | 10,3% | 12,5% | 0,5% |
Líf II: Séreign | 7,5% | 1,0% | 3,3% | 3,7% | -0,5% | -15,5% | 7,8% | 8,9% | 10,7% | 0,6% |
Líf III: Séreign | 6,2% | 0,3% | 2,6% | 3,2% | -1,1% | -14,2% | 5,4% | 7,4% | 8,8% | 1,1% |
Líf IV: Séreign | 2,7% | -2,2% | 0,7% | 1,6% | -2,6% | -10,6% | -2,9% | 3,1% | 4,6% | 1,7% |
Samtrygging | 7,4% | 0,8% | 3,3% | 3,6% | -0,7% | -15,7% | 7,7% | 8,6% | 10,4% | 1,0% |
Fjárfestingarstefna
Samkvæmt fjárfestingarstefnu er mesta áhættan í Líf I þar sem hlutfall hlutabréfa er hæst. Áhætta fer svo minnkandi og er minnst í Líf IV sem fjárfestir eingöngu í skuldabréfum og innlánum. Í fjárfestingarstefnu samtryggingar er tekin hófleg áhætta með það að markmiði að ná góðri ávöxtun til lengri tíma.
Líf I
Líf I er fyrir einstaklinga sem vilja taka áhættu og ná góðri ávöxtun til lengri tíma. Sveiflur í ávöxtun geta verið miklar yfir skemmri tímabil en stefnt er að góðri langtímaávöxtun.
Hentar því þeim sem eiga 20 ár eða meira eftir af lífeyrissöfnunartíma sínum
Líf II
Líf II er fyrir einstaklinga sem vilja taka hóflega áhættu og ná góðri ávöxtun til lengri tíma. Sveiflur í ávöxtun safnsins geta verið þó nokkrar yfir skemmri tímabil en stefnt er að góðri langtímaávöxtun. Hentar því þeim sem eiga meira en 5 ár eftir af lífeyrissöfnunartíma sínum.
Líf III
Fyrir einstaklinga sem nálgast töku lífeyris eða eru nú þegar farnir að taka út lífeyri.
Líf IV
Líf IV hentar þeim einstaklingum sem nálgast töku lífeyris eða eru nú þegar farnir að taka út lífeyri. Lögð er áhersla á trausta og jafna ávöxtun.
Samtrygging
Í fjárfestingum samtryggingar er tekin hófleg áhætta með það að markmiði að ná góðri ávöxtun til lengri tíma.
Réttindi í samtryggingu veita rétt til ævilangs lífeyris, örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris.
Lífeyrissparnaðurinn þinn
Í Landsbankaappinu finnur þú upplýsingar um inneign þína, réttindi og hreyfingar á lífeyrissparnaði þínum.
Í appinu getur þú meðal annars:
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.