Þeir launþegar sem greiða 15,5% heildariðgjald í hefðbundna samtryggingarsjóði mega ráðstafa 3,5% af iðgjaldinu í tilgreinda séreign. Ef sjóðfélagi velur ekki að greiða í tilgreinda séreign rennur iðgjaldið í samtryggingu viðkomandi sjóðs. Tilgreind séreign er almennt greidd út á aldursbilinu 62-67 ára.
Hjá þeim sem greiða skyldulífeyrissparnað til Íslenska lífeyrissjóðsins og greiða 15,5% í heildariðgjald, rennur hærra hlutfall en 3,5% í frjálsa séreign sem er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri.
Hægt er að færa tilgreinda séreign til Íslenska lífeyrissjóðsins
Launþegar sem hafa greitt í tilgreinda séreign hjá öðrum skyldulífeyrissjóðum geta fært þá eign til Íslenska lífeyrissjóðsins og ávaxtað hana þar.