Hvernig á að bregð­ast við svik­um?

Ef þig grunar að þú hafir lent í klóm svikara, sérð óeðlilegar færslur á reikningum eða greiðslukortum eða óviðkomandi hefur komist inn í netbankann þinn, er mikilvægt að hafa samband við bankann eins fljótt og hægt er.
Öryggi í netverslun
28. júlí 2023 - Landsbankinn

Hafi einhver komist yfir kortaupplýsingarnar þínar og auðkenning með rafrænum skilríkjum verið framkvæmd eru líkur á að viðkomandi hafi einnig komist yfir netbankaupplýsingarnar þínar. 

Hvað á ég að gera ef ég hef orðið fyrir svikum?

Það er mikilvægt að þú hafir samband við Landsbankann eins fljótt og hægt er með eftirfarandi leiðum:

Utan afgreiðslutíma bankans skal hringja í 525 2000 sem er neyðarnúmer vegna Visa-korta.

Loka kortum

Lokaðu kortunum þínum strax. Þú getur fryst debet- og kreditkortin þín í sjálfsafgreiðslu í bæði í Landsbankaappinu og netbankanum.

Hafa ber í huga að frysting á kortum í appi lokar ekki fyrir greiðslur með snjalltækjum og þá ekki greiðslum í t.d. Google Pay og Apple Pay. Því er nauðsynlegt að hafa einnig samband við bankann eða hringja í 525 2000 sem er neyðarnúmer vegna Visa-korta til að loka kortum.

Eyða út skráðum tækjum

Í Landsbankaappinu og netbanka einstaklinga er hægt að skoða hvaða tæki eru með heimild til innskráningar í appi með lífkennum. Ef þar eru skráð tæki sem þú kannast ekki við skaltu fjarlægja þau strax úr appinu.

Nánari upplýsingar

Athugið að viðskiptavinir sem eru með aðgang að netbanka fyrirtækja geta eingöngu eytt skráningu tækja í Landsbankaappinu en ekki í netbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
20. des. 2024
Símtalasvikin halda áfram – ekki falla í gildruna
Síðustu vikur og mánuði hefur verið mikið um að fólk falli fyrir símtalasvikum sem oftast snúast um rafmyntir sem ýmist eru boðnar til sölu eða fólki er talin trú um að það eigi rafmyntir inni á reikningi. Fjárhagslegt tjón í þessum svikum hefur verið mikið og eftir sitja einstaklingar í sárum.
2. des. 2024
Lengdin skiptir máli – sterkustu lykilorðin
Hvað eru bestu og sterkustu lykilorðin? Best og sterkast er ekki alveg það sama, því góð lykilorð þurfa bæði að vera eftirminnileg OG sterk vörn gegn netárásum. Svarið gæti því komið þér á óvart!
Öryggi í netverslun
11. nóv. 2024
14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun
Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Öryggi í netverslun
30. okt. 2023
Góð ráð um varnir gegn netsvikum
Netsvik hafa aukist verulega. Við höfum tekið saman aðgengilegar upplýsingar um hvernig hægt er að þekkja netsvik og verjast þeim.
31. ágúst 2023
Ef þú lest ekki skilaboðin getur þú tapað miklum peningum!
Ertu örugglega að nota rafrænu skilríkin til að staðfesta eitthvað sem þú vilt í raun og veru gera? Eða eru svikarar kannski að plata þig til að nota rafrænu skilríkin til að hleypa sér inn í bankaappið þitt?
Netöryggi
3. ágúst 2023
Yngri hópur fellur fyrir netsvikum – erum við nógu varkár?
Netsvikum og tilraunum til netsvika hefur fjölgað mikið í sumar. Ekki aðeins eru málin fleiri heldur eru fórnarlömbin líka yngri en áður. Möguleg skýring á aukningunni er sú að nú er meira um að svikin séu reynd utan opnunartíma fyrirtækja, þ.e. um kvöld og um helgar og þegar líklegt er að fólk sé í sumarfríi og því síður á varðbergi.
Netöryggi
13. jan. 2023
Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða
Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
8. júlí 2022
Mundu eftir netörygginu - líka þegar þú ert í fríi
Tilraunum til hvers kyns netsvika hefur fjölgað mikið og reynslan sýnir að þeim fjölgar á sumrin. Ástæðan er talin vera sú að netsvikarar vonast eftir því að þá sé fólk sé kærulausara og sé líklegra til að taka þátt í fölskum Facebook-leik, smella á hlekk í hugsunarleysi eða skoða ný „fjárfestingartækifæri“.
12. maí 2022
Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna
Notkun á tölvum og símum er stór hluti af okkar daglega lífi og því nauðsynlegt að vera meðvituð og upplýst um hætturnar sem leynast á netinu.
Netöryggi
8. mars 2022
Upptökur af fróðlegum fundi um netöryggismál
Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fundi um netöryggismál fimmtudaginn 3. mars 2022. Á fundinum var m.a. fjallað um hvernig skipulagðir glæpahópar beina spjótum sínum að einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig verjast má atlögum þeirra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur