Hafi einhver komist yfir kortaupplýsingarnar þínar og auðkenning með rafrænum skilríkjum verið framkvæmd eru líkur á að viðkomandi hafi einnig komist yfir netbankaupplýsingarnar þínar.
Hvað á ég að gera ef ég hef orðið fyrir svikum?
Það er mikilvægt að þú hafir samband við Landsbankann eins fljótt og hægt er með eftirfarandi leiðum:
- Með því að hringja í síma 410 4000
- Í gegnum netspjallið á Landsbankinn.is
- Senda tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is
Utan afgreiðslutíma bankans skal hringja í 525 2000 sem er neyðarnúmer vegna Visa-korta.
Loka kortum
Lokaðu kortunum þínum strax. Þú getur fryst debet- og kreditkortin þín í sjálfsafgreiðslu í bæði í Landsbankaappinu og netbankanum.
Hafa ber í huga að frysting á kortum í appi lokar ekki fyrir greiðslur með snjalltækjum og þá ekki greiðslum í t.d. Google Pay og Apple Pay. Því er nauðsynlegt að hafa einnig samband við bankann eða hringja í 525 2000 sem er neyðarnúmer vegna Visa-korta til að loka kortum.
Eyða út skráðum tækjum
Í Landsbankaappinu og netbanka einstaklinga er hægt að skoða hvaða tæki eru með heimild til innskráningar í appi með lífkennum. Ef þar eru skráð tæki sem þú kannast ekki við skaltu fjarlægja þau strax úr appinu.
Athugið að viðskiptavinir sem eru með aðgang að netbanka fyrirtækja geta eingöngu eytt skráningu tækja í Landsbankaappinu en ekki í netbankanum.