Yngri hóp­ur fell­ur fyr­ir netsvik­um – erum við nógu var­kár?

Netsvikum og tilraunum til netsvika hefur fjölgað mikið í sumar. Ekki aðeins eru málin fleiri heldur eru fórnarlömbin líka yngri en áður. Möguleg skýring á aukningunni er sú að nú er meira um að svikin séu reynd utan opnunartíma fyrirtækja, þ.e. um kvöld og um helgar og þegar líklegt er að fólk sé í sumarfríi og því síður á varðbergi.
Netöryggi
3. ágúst 2023 - Landsbankinn

Í sumar höfum við hjá Landsbankanum skráð um 130 svikamál en í um helmingi þeirra var hægt að koma í veg fyrir fjártón. Mesta tapið, yfir 6 milljónir króna, varð vegna svokallaðra fjárfestasvika en í þeim er fórnarlömbunum t.d. talin trú um að þau séu að fjárfesta í hlutabréfum eða rafmynt. Algengast er að svik hafi verið framin með því að senda svikaskilaboð í nafni fyrirtækja. Mesta tjónið í einu slíku máli var um 2,2 milljónir króna en heildartapið í sumar er yfir 22 milljónir króna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í vor voru yfir 90% þolenda netsvika eldri en 50 ára. Í sumar eru um 60% af þeim sem féllu fyrir svikum 50 ára eða yngri, skv. málum sem bankinn hefur skráð.

Flest höfum við séð dæmi um svikaskilaboð sem berast með SMSi eða tölvupósti. Alltof mörg okkar virðast samt hugsa: „Þetta er of augljóst, ég mun aldrei falla fyrir svona svikum“. Raunin er samt sú að þau sem lenda í svikum er fólk eins og ég og þú. Ungt fólk og gamalt, fólk með mikla reynslu í viðskiptum og verslun á netinu, fólk sem hefur enga reynslu og svo framvegis.

Hafðu samband við bankann ef þú lendir í svikum

Ein skilaboðasvikin snerust um svikaskilaboð í nafni Landsbankans þar sem fólk var beðið um að smella á hlekk til að „endurheimta innskráningu“. Ef þú gerðir það báðu svikararnir þig næst um að slá inn símanúmerið þitt og samþykkja auðkenningu með rafrænum skilríkjum.

Algengast var að svikaskilaboðin væru send í nafni flutningafyrirtækja. Í mörgum tilvikum tókst svikahröppunum að komast yfir greiðslukortaupplýsingar og jafnvel aðgang fólks að netbankanum. Þegar kemur að svikum tengdum flutningafyrirtækjum virðist meirihluti þeirra sem svikatilraunirnar beindust gegn hafa átt von á sendingu.

Þau sem smelltu á hlekkina í svikaboðunum áttuðu sig mörg fljótt á svikunum og höfðu í kjölfarið samband við bankann sinn eða kortafyrirtæki. Önnur voru grunlaus. Í sumum tilvikum lokaði fólk kreditkortunum sínum sjálft en áttaði sig ekki á því þau höfðu veitt svikurum full yfirráð yfir netbankanum sínum. Þess vegna er alltaf mikilvægt að hafa samband við bankann, tilkynna svik og fá ráðleggingar um viðbrögð, til viðbótar við að frysta kort sjálf í appi eða netbanka.

Haltu fókus þegar kemur að fjármálum og innskráningu

Aðferðirnar sem ég lýsi hér að ofan eru ekki nýjar. Fjármálafyrirtæki, flutningafyrirtæki og fleiri hafa eytt töluverðu púðri í að vara við netsvikum, t.d. með því að vekja athygli fjölmiðla á vandanum, með því að birta auglýsingar og fleira. Þetta hefur því miður ekki dugað til.

Það er því enn mikilvægt að brýna fyrir fólki að fara varlega þegar það er beðið um að skrá sig inn í netbanka/app með rafrænum skilríkjum eða gefa upp greiðslukortaupplýsingar. Þetta eru verðmætar upplýsingar og við verðum að umgangast þær með það í huga. Ekki gefa þær upp í hugsunarleysi eða án þess að hafa lesið skilaboð eða tilkynningar þar sem beðið er um þær. Alls ekki samþykkja innskráningu í netbanka eða greiðslur sem þú færð óvænt, án þess að þú sért örugglega sjálfur að skrá þig inn eða greiða. Þú verður líka alltaf að fara vandlega yfir fjárhæðir og gjaldmiðla í greiðslum og hvar þú ert að skrá þig inn.

Það er gott að slappa af í sumarfríinu og gleyma stað og stund. En þegar kemur að fjármálum og innskráningu með rafrænum skilríkjum þarf alltaf að halda fókus.

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 2. ágúst 2023

Þú gætir einnig haft áhuga á
2. des. 2024
Lengdin skiptir máli – sterkustu lykilorðin
Hvað eru bestu og sterkustu lykilorðin? Best og sterkast er ekki alveg það sama, því góð lykilorð þurfa bæði að vera eftirminnileg OG sterk vörn gegn netárásum. Svarið gæti því komið þér á óvart!
Öryggi í netverslun
11. nóv. 2024
14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun
Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Öryggi í netverslun
30. okt. 2023
Góð ráð um varnir gegn netsvikum
Netsvik hafa aukist verulega. Við höfum tekið saman aðgengilegar upplýsingar um hvernig hægt er að þekkja netsvik og verjast þeim.
31. ágúst 2023
Ef þú lest ekki skilaboðin getur þú tapað miklum peningum!
Ertu örugglega að nota rafrænu skilríkin til að staðfesta eitthvað sem þú vilt í raun og veru gera? Eða eru svikarar kannski að plata þig til að nota rafrænu skilríkin til að hleypa sér inn í bankaappið þitt?
Öryggi í netverslun
28. júlí 2023
Hvernig á að bregðast við svikum?
Ef þig grunar að þú hafir lent í klóm svikara, sérð óeðlilegar færslur á reikningum eða greiðslukortum eða óviðkomandi hefur komist inn í netbankann þinn, er mikilvægt að hafa samband við bankann eins fljótt og hægt er.
Netöryggi
13. jan. 2023
Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða
Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
8. júlí 2022
Mundu eftir netörygginu - líka þegar þú ert í fríi
Tilraunum til hvers kyns netsvika hefur fjölgað mikið og reynslan sýnir að þeim fjölgar á sumrin. Ástæðan er talin vera sú að netsvikarar vonast eftir því að þá sé fólk sé kærulausara og sé líklegra til að taka þátt í fölskum Facebook-leik, smella á hlekk í hugsunarleysi eða skoða ný „fjárfestingartækifæri“.
12. maí 2022
Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna
Notkun á tölvum og símum er stór hluti af okkar daglega lífi og því nauðsynlegt að vera meðvituð og upplýst um hætturnar sem leynast á netinu.
Netöryggi
8. mars 2022
Upptökur af fróðlegum fundi um netöryggismál
Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fundi um netöryggismál fimmtudaginn 3. mars 2022. Á fundinum var m.a. fjallað um hvernig skipulagðir glæpahópar beina spjótum sínum að einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig verjast má atlögum þeirra.
2. mars 2022
Tinder-svindlarinn og hætturnar á netinu
Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur