14 góð ráð til að auka ör­yggi í net­versl­un

Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Öryggi í netverslun
11. nóvember 2024 - Landsbankinn

Kortasvik hafa aukist í takti við aukna notkun kortanna á netinu. Því er mikilvægt að korthafar geri ráðstafanir til að auka öryggi sitt í netviðskiptum.

1. Varist fölsk SMS og falska tölvupósta

Mörg svikamál snúast um fölsk SMS eða falska tölvupósta sem sendir eru í nafni vefverslana eða flutningafyrirtækja. Ef smellt er á hlekkinn birtist fölsk síða þar sem fólk er beðið um kortanúmer og öryggisnúmer kortsins. Jafnvel eru dæmi um að hringt sé í fólk og reynt að blekkja það til að veita þessar upplýsingar.

2. Lestu auðkenningar í rafrænum skilríkjum með staðfestingu á netgreiðslum vel og vandlega

Þegar þú notar Visa-kortið hjá vefverslunum sem eru með merkið „Verified by Visa“ færð þú senda auðkenningu í rafrænu skilríkin á símanum þínum. Það er algjört lykilatriði að lesa auðkenninguna vel og ganga úr skugga um að allar upplýsingar, þ.m.t. um upphæð og gjaldeyri, séu réttar áður en hún er samþykkt.

  • Er söluaðilinn sá aðili sem þú varst að versla við?
  • Er fjárhæðin í skilaboðunum í þeim gjaldmiðli sem þú notaðir við kaupin?
  • Passar fjárhæðin sem þú verslaðir fyrir, við þá fjárhæð sem fylgir í auðkenningunni í rafrænum skilríkjum?

3. Sláðu inn slóðina – ekki smella á hlekki

Ekki smella á hlekki sem þú færð í pósti eða í auglýsingum á netinu. Farðu frekar beint inn á vefverslunina.

4. Greiðslusíður eiga alltaf að vera dulkóðaðar

Slóðin á greiðslusíðum netverslana á að hefjast á stöfunum „https“, sem tryggir að öll gögn séu dulkóðuð. Stundum er þetta táknað með mynd af læstum lás við hlið slóðarinnar.

5. Ekki vista kortaupplýsingar á netinu

Algengt er að vefverslanir bjóði upp á að vista kortaupplýsingar og hið sama gera margir netvafrar. Við mælum ekki með þessu því  alltaf er hætta á að þessar upplýsingar leki út. Því er öruggara að slá inn kortaupplýsingarnar hverju sinni í stað þess að vista þær í verslun eða vafra.

6. Vandaðu val á lykilorðum og ekki nota sama lykilorðið alls staðar

Það er alls ekki góð hugmynd að nota sama lykilorðið á mörgum stöðum. Innskráning með Facebook- eða Google-aðgangi getur þó verið ágæt og örugg leið til að skrá sig inn.

7. Fylgstu með færslum í netbankanum og appinu

Það borgar sig að fylgjast vel með bankareikningum og greiðslukortum, sérstaklega í fríum, í kringum stóra netverslunardaga og í aðdraganda jóla, þegar færslur eru óvenju margar. Í Landsbankaappinu er hægt að stilla kreditkort og fyrirframgreidd kort þannig að þú fáir skilaboð ef tekið er út af kortinu þínu án þess að kortið sjálft hafi verið afhent, t.d. þegar verslað er á netinu.

8. Kynntu þér við hvern þú ert að versla

Það er mikilvægt að þekkja seljandann og vöruna áður en þú gefur upp kortaupplýsingar, t.d. með því að leita að nafni verslunarinnar á netinu eða á samfélagsmiðlum eða spyrjast fyrir um reynslu annarra.

Þessar vefsíður safna upplýsingum um söluaðila:

Trustpilot Reviews: Experience the power of customer reviews

Google Safe Browsing – Google Transparency Report

9. Mundu að skrá þig alltaf út

Mundu að skrá þig alltaf út af netversluninni eftir að hafa verslað á netinu, sérstaklega ef þú samnýtir tölvur með öðrum.

Það er aldrei góð hugmynd að versla á opnu neti á kaffihúsum, flugvöllum eða álíka stöðum. Verslaðu helst á læstu neti heima hjá þér eða notaðu farsímagagnatenginguna í símanum þínum ef þú verslar utan heimilisins.

10. Notaðu vandaðar greiðsluleiðir

Þegar verslað er við vandaðar netverslanir er öruggt að nota greiðslukort. Til að takmarka frekar hættu á tjóni má nota t.d. Paypal, fyrirframgreidd kreditkort eða gjafakort. Ekki er mælt með millifærslum á reikning verslunar eða þjónustuveitanda.

11. Treystu á skynsemina og varastu tilboð sem eru of góð til að vera sönn

Ef tilboðið er óeðlilega gott eða eitthvað í tækniumhverfi eða útliti verslunarinnar er grunsamlegt skaltu einfaldlega hætta við kaupin eða að minnsta kosti kynna þér hlutina betur.

12. Veittu aðeins nauðsynlegar upplýsingar

Vefverslanir þurfa ýmsar upplýsingar eins og nafn, netfang og heimilisfang. En það er engin eðlileg ástæða til að biðja um mynd af skilríkjum, s.s. vegabréfi eða ökuskírteini, og ekki heldur upplýsingar um bankareikning, lykilorð, leyninúmer eða annað slíkt. Ef þú færð slíka beiðni skaltu hætta við viðskiptin.

13. Geymdu öll gögn

Geymdu kvittanir, pöntunarnúmer, vörulýsingar og auglýst verð á þeirri stundu sem kaupin fóru fram. Geymdu tölvupóstkvittanir og tilkynningar um viðskiptin.

14. Gættu þess að tölvan sé í lagi

Uppfærðu öryggisbúnað og hugbúnað reglulega og forðastu að nota tölvur sem þú veist að hafa ekki verið uppfærðar nýlega.

Pistillinn var síðast uppfærður í nóvember 2024.

Þú gætir einnig haft áhuga á
2. des. 2024
Lengdin skiptir máli – sterkustu lykilorðin
Hvað eru bestu og sterkustu lykilorðin? Best og sterkast er ekki alveg það sama, því góð lykilorð þurfa bæði að vera eftirminnileg OG sterk vörn gegn netárásum. Svarið gæti því komið þér á óvart!
Öryggi í netverslun
30. okt. 2023
Góð ráð um varnir gegn netsvikum
Netsvik hafa aukist verulega. Við höfum tekið saman aðgengilegar upplýsingar um hvernig hægt er að þekkja netsvik og verjast þeim.
31. ágúst 2023
Ef þú lest ekki skilaboðin getur þú tapað miklum peningum!
Ertu örugglega að nota rafrænu skilríkin til að staðfesta eitthvað sem þú vilt í raun og veru gera? Eða eru svikarar kannski að plata þig til að nota rafrænu skilríkin til að hleypa sér inn í bankaappið þitt?
Netöryggi
3. ágúst 2023
Yngri hópur fellur fyrir netsvikum – erum við nógu varkár?
Netsvikum og tilraunum til netsvika hefur fjölgað mikið í sumar. Ekki aðeins eru málin fleiri heldur eru fórnarlömbin líka yngri en áður. Möguleg skýring á aukningunni er sú að nú er meira um að svikin séu reynd utan opnunartíma fyrirtækja, þ.e. um kvöld og um helgar og þegar líklegt er að fólk sé í sumarfríi og því síður á varðbergi.
Öryggi í netverslun
28. júlí 2023
Hvernig á að bregðast við svikum?
Ef þig grunar að þú hafir lent í klóm svikara, sérð óeðlilegar færslur á reikningum eða greiðslukortum eða óviðkomandi hefur komist inn í netbankann þinn, er mikilvægt að hafa samband við bankann eins fljótt og hægt er.
Netöryggi
13. jan. 2023
Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða
Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
8. júlí 2022
Mundu eftir netörygginu - líka þegar þú ert í fríi
Tilraunum til hvers kyns netsvika hefur fjölgað mikið og reynslan sýnir að þeim fjölgar á sumrin. Ástæðan er talin vera sú að netsvikarar vonast eftir því að þá sé fólk sé kærulausara og sé líklegra til að taka þátt í fölskum Facebook-leik, smella á hlekk í hugsunarleysi eða skoða ný „fjárfestingartækifæri“.
12. maí 2022
Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna
Notkun á tölvum og símum er stór hluti af okkar daglega lífi og því nauðsynlegt að vera meðvituð og upplýst um hætturnar sem leynast á netinu.
Netöryggi
8. mars 2022
Upptökur af fróðlegum fundi um netöryggismál
Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fundi um netöryggismál fimmtudaginn 3. mars 2022. Á fundinum var m.a. fjallað um hvernig skipulagðir glæpahópar beina spjótum sínum að einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig verjast má atlögum þeirra.
2. mars 2022
Tinder-svindlarinn og hætturnar á netinu
Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur