Góð ráð um varn­ir gegn netsvik­um

Netsvik hafa aukist verulega. Við höfum tekið saman aðgengilegar upplýsingar um hvernig hægt er að þekkja netsvik og verjast þeim.
Öryggi í netverslun
30. október 2023

Hér á vefnum getur þú skoðað myndbönd og lesið greinar þar sem fjallað er um netöryggi á aðgengilegan hátt. Láttu orðið berast ef þú átt ættingja eða vini sem þú telur að hefðu gagn af fræðslu um netöryggi.

Mikilvægt að fara varlega og lesa skilaboð vandlega

  • Farðu mjög varlega þegar þú færð tölvupóst, SMS eða skilaboð á samfélagsmiðlum sem innihalda hlekki, sérstaklega ef þú áttir ekki von á skilaboðum frá viðkomandi.
  • Ein besta leiðin til að verjast netsvikum er að lesa og skoða skilaboð/tölvupósta mjög vel. Algengt er að sendir séu tölvupóstar eða SMS sem líta út fyrir að koma frá t.d. bönkum, flutningsfyrirtækjum eða streymisveitum. Ef smellt er á hlekkinn opnast fölsk síða sem lítur út fyrir að vera vefsíða viðkomandi fyrirtækis en er í raun svikasíða.
  • Lestu vel lénið (netslóðina). Ef þú ætlar inn í netbankann hjá okkur, er slóðin þá örugglega landsbankinn.is en ekki t.d. landsbankinnis.co? Innskráning í bankaapp/eða netbanka á bara að fara fram í gegnum bankaappið sjálft eða með því að fara beint á vefsíðu banka, eins og landsbankinn.is. Skráðu þig aldrei inn í gegnum aðrar innskráningarsíður (t.d. island.is) eða með því að fylgja hlekk yfir á skráningarsíðu.
  • Þetta á líka við um önnur fyrirtæki. Við mælum með að þú farir beint inn á vef viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar og skráir þig inn með hefðbundnum hætti þar, frekar en að smella á hlekki eða fara í gegnum leitarvél.
  • Ekki samþykkja innskráningu eða staðfesta aðgerðir með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn.
  • Passaðu þig á tilboðum um ýmis konar „fjárfestingartækifæri“ þar sem lofað er skjótum og öruggum gróða.
  • Ekki falla fyrir fölskum leikjum á samfélagsmiðlum, s.s. á Facebook. Ef þú tekur þátt máttu búast við að fá skilaboð (t.d. á Messenger) um að þú hafir „unnið“ og síðan er óskað eftir kortaupplýsingum til að hægt sé að leggja „vinninginn“ inn á kortið. Svikararnir geta þá notað upplýsingarnar til að taka út af kortinu þínu. Upplýsingar um leikina gætu jafnvel komið frá einhverjum sem þú telur þig þekkja – en það er alltaf möguleiki á að reikningur viðkomandi hafi verið tekinn yfir af svikurum.
  • Aldrei senda frá þér kortaupplýsingar eða mynd af greiðslukortum, jafnvel þótt þú þekkir (eða heldur að þú þekkir) þann sem þú ert að senda til.
  • Aldrei leyfa ókunnugum að taka yfir tölvuna þína með forritum á borð við AnyDesk. Það er þekkt aðferð hjá svikurum.
  • Passaðu vel upp á notandanafn og lykilorð í netbankann og appið og aldrei deila þeim með öðrum. Þú skalt ekki heldur hleypa öðrum inn í netbankann þinn.
  • Lestu SMS um staðfestingu á netgreiðslum vel og vandlega. Þegar þú notar Visa-kortið hjá vefverslunum sem eru með merkið „Verified by Visa“ færð þú sent SMS með einnota lykilorði (e. secure code). Þar koma líka fram upplýsingar um upphæð greiðslunnar, gjaldmiðil og nafn söluaðila. Það er algjört lykilatriði að lesa SMSið vel og ganga úr skugga um að allar upplýsingar, þ.m.t. um upphæð og gjaldmiðil, séu réttar.

Helstu tegundir netsvika

Fjárfestasvik - Þau felast til dæmis í skilaboðum, tölvupósti, færslu á samfélagsmiðlum, auglýsingum á netinu eða öðru slíku, gjarnan með upplýsingum um hvernig þú getir grætt með því að nýta þér „besta tækifæri ársins“ til kaupa á rafmynt, hlutabréfum eða öðru.
Nánar

Skilaboðasvik - Dæmi um svona svik eru fölsk SMS eða tölvupóstur sem virðast berast frá t.d. banka eða flutningsfyrirtæki og innihalda hlekk sem þarf að smella á. Í hlekknum er farið fram á auðkenningu inn í bankaapp eða netbanka eða óskað er eftir kortaupplýsingum.
Nánar

Fyrirmælafölsun - Svikahrapparnir undirbúa sig vel til að þeir geti sent trúverðug skilaboð í nafni stjórnenda. Tilgangurinn er að láta starfsfólk millifæra fé á reikninga sem svikararnir stjórna.
Nánar

Ástarsvik - Í ástarsvikum stofna svikarar til gerviástarsambands á netinu í þeim tilgangi að hafa fé af fórnarlömbunum.
Nánar

Kortasvik - Kortasvik hafa aukist í takt við aukna notkun á greiðslukortum í netverslun. Því er mikilvægt að korthafar geri ráðstafanir til að auka öryggi sitt í netviðskiptum og lesi vel beiðnir um að auðkenna greiðslur sem á að staðfesta.
Nánar

Svik í gegnum samfélagsmiðla - Netsvikarar taka yfir aðgang einstaklinga að Facebook, Messenger eða Instagram og senda síðan skilaboð í þeirra nafni þar sem beðið er um greiðslukortaupplýsingar, auðkennisnúmer og fleira sem hægt er að nota til að svíkja út fé.
Nánar

Hvað á ég að gera ef mig grunar að ég hafi orðið fyrir svikum?

  • Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með því að senda okkur tölvupóst á landsbankinn@landsbankinn.is eða með því að hafa samband í gegnum netspjallið á Landsbankinn.is.
  • Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu – en hafðu líka samband við okkur!
  • Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í 525 2000 sem er neyðarnúmer vegna Visa-korta.

Greinin var fyrst birt 7. september 2022 og uppfærð 30. október 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
12. júlí 2019
Fjárfestasvik eru algengustu netsvikin hérlendis það sem af er ári
Netsvik birtast okkur í ýmsum útgáfum. Þar má nefna svonefnd fjárfestasvik (investment scam) og hefur umfang þeirra hérlendis aukist um 77% á árinu.
4. maí 2018
Þekktu muninn á fölskum og raunverulegum skilaboðum
Líkt og falskir tölvupóstar geta fölsk smáskilaboð verið afar sannfærandi. Þess vegna er mikilvægt að þekkja megineinkenni falskra skilaboða, hvort sem þau koma sem SMS eða með öðrum hætti.
20. des. 2016
Falsa fyrirmæli til að svíkja fé út úr fyrirtækjum
Tilraunum til að svíkja út fé úr fyrirtækjum með því að falsa tölvupósta og gefa fölsk fyrirmæli um greiðslur hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Svikahrapparnir undirbúa sig vel til að þeir geti sent trúverðug skilaboð í nafni stjórnenda.
Ástarsvik tákn
11. sept. 2020
Brostið hjarta og tómt veski – varist ástarsvik á netinu
Í ástarsvikum stofna svikarar til falsks ástarsambands á netinu í þeim tilgangi að hafa fé af fórnarlömbunum. Þeir þykjast t.d. vera ungar konur í vanda eða særðir hermenn til að fá fólk til að bíta á agnið.
Öryggi í netverslun
11. nóv. 2024
14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun
Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
25. ágúst 2022
Varist svik í gegnum samfélagsmiðla
Meðal aðferða sem netsvikarar beita er að taka yfir aðgang einstaklinga að Facebook, Messenger eða Instagram og senda síðan skilaboð í þeirra nafni þar sem beðið er um greiðslukortaupplýsingar, auðkennisnúmer og fleira sem hægt er að nota til að svíkja út fé.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur