Síma­tala­svik­in halda áfram – ekki falla í gildruna

Síðustu vikur og mánuði hefur verið mikið um að fólk falli fyrir símatalasvikum sem oftast snúast um rafmyntir sem ýmist eru boðnar til sölu eða fólki er talin trú um að það eigi rafmyntir inni á reikningi. Fjárhagslegt tjón í þessum svikum hefur verið mikið og eftir sitja einstaklingar í sárum.
Netöryggi
20. desember 2024

Þessi símtöl líta út fyrir að koma úr íslenskum símanúmerum en raunverulegur eigandi þeirra veit ekki af því að verið er að nota þau í sviksamlegum tilgangi. Svikararnir hafa hingað til, eftir því sem við vitum, verið enskumælandi. Þeir ávarpa viðmælandann með nafni og reyna hvað þeir geta til að byggja upp traust.

Svona aðferðir nota svikararnir m.a.:

  • Þeir segja að komið hafi í ljós að þú eigir inneign í rafmynt sem þú hafir keypt fyrir nokkrum árum. Tilgangurinn með símtalinu sé að koma inneigninni til þín ásamt ávöxtun.
  • Þér er sagt að þú hafir unnið í rafmyntarlottói (bitcoinlottó).
  • Þér bjóðist hagstæð fjárfestingatækifæri í rafmynt og fáir skjótan gróða.
  • Þú getir fengið greitt fyrir að aðstoða aðra einstaklinga við að fjárfesta í rafmynt.
  • Svikararnir reyna að fá þig til að hlaða niður yfirtökuforritum á tölvu eða síma á borð við Any Desk, Teamviewer, Iperius Remot eða Screenleap. Þeir segja að með þessu móti geti þeir aðstoðað þig við að klára færslurnar.
  • Þessi forrit gefa svikurum fullan aðgang að tækinu sem þeir geta nýtt til að skrá sig inn í app eða netbanka fjármálafyrirtækis og stela fjármunum. Einnig eru einstaklingar látnir hlaða niður rafmyntarveskjum og sem eru sögð tengjast þessum ímynduðu viðskiptum.

Hvað ber að varast:

  • Aldrei hlaða niður yfirtökuforritum/öppum á síma eða tölvu að beiðni einhvers sem þú þekkir ekki persónulega og ert alveg viss um að þú getir treyst.
  • Aldrei samþykkja auðkenningar í rafrænum skilríkjum sem þú ert ekki að gera sjálf/-ur.
  • Aldrei samþykkja auðkenningar í rafrænum skilríkjum án þess að lesa hvað það er sem þú ert að samþykkja.

Ef þú áttar þig á, jafnvel í miðju símtali að þú ert að ræða við svikara, skelltu þá strax á! Hafir þú orðið fyrir svikum skaltu strax hafa samband við viðskiptabankann þinn til að leita aðstoðar.

Hafðu samband ef þú lendir í svikum

Þú getur haft samband við Landsbankann í síma 410 4000 eða með því að senda tölvupóst í svikavakt@landsbankinn.is. Starfsfólk Landsbankans er á vaktinni frá kl. 9 til 23 alla daga vikunnar og aðstoðar við að leysa úr svikamálum. Í Landsbankaappinu og á l.is getur þú framkvæmt neyðarlokun sem lokar aðgangi að appi og netbönkum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
2. des. 2024
Lengdin skiptir máli – sterkustu lykilorðin
Hvað eru bestu og sterkustu lykilorðin? Best og sterkast er ekki alveg það sama, því góð lykilorð þurfa bæði að vera eftirminnileg OG sterk vörn gegn netárásum. Svarið gæti því komið þér á óvart!
Öryggi í netverslun
11. nóv. 2024
14 góð ráð til að auka öryggi í netverslun
Verslun á netinu er ekki hættulaus, tölvuþrjótar leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum eða svíkja fé út úr fólki með öðrum hætti. Hér fyrir neðan eru nokkur einföld ráð til að minnka hættuna á netsvikum.
Öryggi í netverslun
30. okt. 2023
Góð ráð um varnir gegn netsvikum
Netsvik hafa aukist verulega. Við höfum tekið saman aðgengilegar upplýsingar um hvernig hægt er að þekkja netsvik og verjast þeim.
31. ágúst 2023
Ef þú lest ekki skilaboðin getur þú tapað miklum peningum!
Ertu örugglega að nota rafrænu skilríkin til að staðfesta eitthvað sem þú vilt í raun og veru gera? Eða eru svikarar kannski að plata þig til að nota rafrænu skilríkin til að hleypa sér inn í bankaappið þitt?
Netöryggi
3. ágúst 2023
Yngri hópur fellur fyrir netsvikum – erum við nógu varkár?
Netsvikum og tilraunum til netsvika hefur fjölgað mikið í sumar. Ekki aðeins eru málin fleiri heldur eru fórnarlömbin líka yngri en áður. Möguleg skýring á aukningunni er sú að nú er meira um að svikin séu reynd utan opnunartíma fyrirtækja, þ.e. um kvöld og um helgar og þegar líklegt er að fólk sé í sumarfríi og því síður á varðbergi.
Öryggi í netverslun
28. júlí 2023
Hvernig á að bregðast við svikum?
Ef þig grunar að þú hafir lent í klóm svikara, sérð óeðlilegar færslur á reikningum eða greiðslukortum eða óviðkomandi hefur komist inn í netbankann þinn, er mikilvægt að hafa samband við bankann eins fljótt og hægt er.
Netöryggi
13. jan. 2023
Varist svik í gegnum samfélagsmiðla – aldrei framsenda SMS-kóða
Við viljum vara viðskiptavini okkar við netsvikum, sérstaklega svikum sem fara fram í gegnum samfélagsmiðla og skilaboðaforrit, en mikið hefur borið á þeim undanfarið.
8. júlí 2022
Mundu eftir netörygginu - líka þegar þú ert í fríi
Tilraunum til hvers kyns netsvika hefur fjölgað mikið og reynslan sýnir að þeim fjölgar á sumrin. Ástæðan er talin vera sú að netsvikarar vonast eftir því að þá sé fólk sé kærulausara og sé líklegra til að taka þátt í fölskum Facebook-leik, smella á hlekk í hugsunarleysi eða skoða ný „fjárfestingartækifæri“.
12. maí 2022
Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna
Notkun á tölvum og símum er stór hluti af okkar daglega lífi og því nauðsynlegt að vera meðvituð og upplýst um hætturnar sem leynast á netinu.
Netöryggi
8. mars 2022
Upptökur af fróðlegum fundi um netöryggismál
Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fundi um netöryggismál fimmtudaginn 3. mars 2022. Á fundinum var m.a. fjallað um hvernig skipulagðir glæpahópar beina spjótum sínum að einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig verjast má atlögum þeirra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur