Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fundi um netöryggismál fimmtudaginn 3. mars 2022. Á fundinum var m.a. fjallað um hvernig skipulagðir glæpahópar beina spjótum sínum að einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig verjast má atlögum þeirra.
Um var að ræða fjarfund og eru upptökur aðgengilegar hér að neðan.
Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs bankans, stýrði fundinum en erindi fluttu þau Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Regluvörslu bankans og Hákon L. Aakerlund, sérfræðingur í netöryggi hjá Landsbankanum.
Árangursríkara að blekkja starfsfólk
Á fundinum var fjallað um þekktar aðferðir netsvikara og hvernig fjársvikatilraunir hafa þróast undanfarna mánuði. Reynslan sýnir að það er mun árangursríkara fyrir netsvikarana að reyna að blekkja starfsfólk, frekar en t.d. að reyna að brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækja. Því er mikilvægt að fólk og fyrirtæki geri sér grein fyrir hættunum og hvernig hægt er að bregðast við.
Landsbankinn leggur mikla áherslu á að stuðla að auknu netöryggi og við höfum birt töluvert af aðgengilegu fræðsluefni á vefnum.