Lands­bank­inn hagn­ast um 16,8 millj­arða króna á fyrstu níu mán­uð­um árs­ins 2017

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 16,8 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 samanborið við 16,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2016. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 9,4% á ársgrundvelli samanborið við 8,5% á sama tímabili 2016.
26. október 2017 - Landsbankinn

Hreinar vaxtatekjur voru 27,1 milljarður króna og hækkuðu um 3,3% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 6,6 milljörðum króna og hækkuðu um 11,5% frá sama tímabili árið áður. Jákvæðar virðisbreytingar námu 2,1 milljarði króna á tímabilinu sem er 53% lægri fjárhæð en á sama tímabili í fyrra.

Aðrar rekstrartekjur námu 5,9 milljörðum króna samanborið við 5,2 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er 15% hækkun. Skýrist hækkunin aðallega af jákvæðum gangvirðisbreytingum óskráðra hlutabréfa. Vanskilahlutfall hélt áfram að lækka og var 1,0% á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 1,8% á sama tímabili 2016.

Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,5% á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 en var 2,3% á sama tímabili árið áður.

Kynning á afkomu þriðja ársfjórðungs 2017

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, kynnir afkomu bankans fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2017. (02:11)

Rekstrarkostnaður bankans nam 17,7 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2017, samanborið við 17,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2016, sem er tæplega 1% hækkun. Þar af var launakostnaður 10,3 milljarðar króna samanborið við 10,4 milljarða króna á sama tímabili árið 2016, sem er lækkun um 1%. Annar rekstrarkostnaður hækkaði um 2,9% frá sama tímabili árið 2016 og var 7,4 milljarðar króna. Skýrist hækkunin aðallega af hærri framlögum til Fjármálaeftirlitsins og Umboðsmanns skuldara.

Kostnaðarhlutfall fyrstu níu mánaða ársins var 44,7% sem er lækkun um 3 prósentustig frá sama tímabili árið áður. Lækkunin skýrist einkum af jákvæðri þróun á mörkuðum.

Útlán jukust um 6,2% frá áramótum, eða rúma 52 milljarða króna. Útlánaaukning ársins er bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Vanskilahlutfall heldur áfram að lækka og er nú 1%. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 8,3% á milli tímabila. Þar af jukust innlán einstaklinga um 28 milljarða króna og er það til marks um bætta stöðu heimilanna.

Eigið fé Landsbankans var 243,1 milljarður króna 30. september sl. og eiginfjárhlutfallið var 26,8%. Landsbankinn hefur á þessu ári greitt 24,8 milljarða króna í arð.

Árshlutareikningur samstæðu 9M 2017

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Rekstur Landsbankans gengur vel, eins og uppgjör bankans ber með sér. Aukin markaðshlutdeild á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði, hagstæðar aðstæður í efnahagslífinu og aukin umsvif í þjóðfélaginu eiga stærstan þátt í að afkoma bankans var betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Áframhaldandi aðhald í rekstri veldur því að rekstrarkostnaður er nánast sá sami á þriðja ársfjórðungi og á sama tímabili í fyrra. Hlutur Landsbankans í fasteignalánum til ungs fólks heldur áfram að aukast og það er ánægjulegt að bankinn geti stutt við fólk sem er að taka fyrstu skrefin á fasteignamarkaði. Ástæða þess að ungt fólk leitar í auknum mæli til bankans er ekki síst sú að bankinn býður upp á allt að 85% lán sem kemur þeim vel sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Bankanum er erfitt um vik að keppa við þau kjör sem lífeyrissjóðir bjóða á húsnæðislánum, enda þurfa sjóðirnir ekki að greiða bankaskatt sem eingöngu er lagður á lánveitingar stóru viðskiptabankanna. Bankaskatturinn skekkir þannig samkeppni og kemur niður á kjörum til viðskiptavina.

Í gær var greint frá því að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hækkaði lánshæfiseinkunn Landsbankans upp í BBB+/A-2 sem er ánægjuleg staðfesting á auknu trausti til bankans. Bankinn hefur notið sífellt batnandi kjara á erlendum fjármálamörkuðum og betri lánshæfiseinkunn mun að öðru óbreyttu gera bankanum kleift að sækja sér erlenda fjármögnun á enn betri kjörum.

Hærra lánshæfismat er til marks um sterka fjárhagsstöðu bankans. Landsbankinn greiddi 11,8 milljarða króna í arð á þriðja ársfjórðungi og alls nema arðgreiðslur bankans á þessu ári 24,8 milljörðum króna. Frá árinu 2013 hefur bankinn alls greitt um 107 milljarða króna í arð. Bankinn mun áfram vinna að því að bæta fjármagnsskipan sína með því að greiða upp óhagstæð lán og minnka eigið fé með því að greiða út arð, þó þannig að tryggt verði að bankinn viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu. Eigið fé bankans eftir síðustu arðgreiðslu er sterkt og nemur 243,1 milljarði króna og eiginfjárhlutfallið er 26,8%, sem er vel umfram opinbera eiginfjárkröfu.“

Helstu atriði úr rekstri á þriðja ársfjórðungi (3F) 2017

Rekstur:

  • Hagnaður Landsbankans á 3F 2017 nam 4,2 milljörðum króna, samanborið við 5,1 milljarða króna hagnað á sama fjórðungi 2016.
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 6,9%, samanborið við 8,2% fyrir sama tímabil árið 2016.
  • Virðisbreytingar útlána voru jákvæðar um 766 milljónir á 3F 2017 samanborið við jákvæðar virðisbreytingar upp á 2,1 milljarð á sama ársfjórðungi 2016.
  • Hreinar vaxtatekjur námu 8,9 milljörðum króna í samanburði við 8,6 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2016.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 2,2 milljörðum króna en þær voru 2 milljarðar króna á 3F 2016.
  • Vaxtamunur eigna og skulda var 2,5% samanborið við 2,4% á 3F 2016.
  • Laun og launatengd gjöld nema 3,2 milljörðum króna og lækka um 1% á milli tímabila.
  • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum hækkar um 2,9% frá sama tímabili árið áður.
  • Kostnaðarhlutfall á þriðja ársfjórðungi 2017 var 48,7% samanborið við 48,9% á sama tíma árið áður.
  • Stöðugildi 30. september 2017 voru 998 en voru 1.043 á sama tíma fyrir ári.

Efnahagur:

  • Eigið fé Landsbankans nam í lok september um 243,1 milljarði króna og hefur lækkað um 3% frá áramótum. Skýringin er sú að Landsbankinn hefur á þessu ári greitt 24,8 milljarða króna í arð.
  • Eiginfjárhlutfall alls (e. total capital ratio) var 26,8% þann 30. september 2017 en var 29,1% í lok september 2016. Það er vel umfram 21,2% lágmarks eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins.
  • Heildareignir bankans námu 1.199 milljörðum króna í lok september 2017.
  • Innlán viðskiptavina námu 639 milljörðum króna í lok september 2017 samanborið við 590 milljarða króna í lok árs 2016.
  • Ný útlán til viðskiptavina á fyrstu níu mánuðum ársins voru um 203 milljarðar króna, en að teknu tilliti til afborgana, virðisbreytinga og fleiri þátta hækka heildarútlán um tæpa 53 milljarða króna á tímabilinu.
  • Lausafjárstaða bankans er sterk sem fyrr, jafnt í erlendri mynt sem í íslenskum krónum, og er vel umfram lágmarkskröfur eftirlitsaðila. Heildar lausafjárhlutfall (e. liquidity coverage ratio) var 158% í lok september 2017.

Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)

  9M 2017 9M 2016 3F 2017 3F 2016
Hagnaður eftir skatta 16.841 16.400 4.188 5.102
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 9,4% 8,5% 6,9% 8,2%
Leiðrétt arðsemi eftir skatta * 9,9% 8,0% 7,5% 6,8%
Vaxtamunur eigna og skulda ** 2,5% 2,3% 2,5% 2,4%
Kostnaðarhlutfall *** 44,7% 47,7% 48,7% 48,9%

  30.09.17 30.09.16 31.12.16 31.12.15
Heildareignir 1.198.958 1.133.802 1.111.157 1.118.658
Útlán til viðskiptavina 905.927 837.494 853.417 811.549
Innlán frá viðskiptavinum 638.781 583.715 589.725 559.051
Eigið fé 243.132 251.146 251.231 264.531
Eiginfjárhlutfall alls (TCR) 26,8% 29,1% 30,2% 30,4%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 185% 149% 154% 136%
Heildarlausafjárhlutfall 158% 140% 128% 113%
Lausafjárhlutfall erlendra mynta 873% 594% 743% 360%
Gjaldeyrisjöfnuður 5.173 2.425 3.480 23.795
Vanskilahlutfall (>90 daga) 1,0% 1,8% 1,5% 1,8%
Stöðugildi 998 1.043 1.012 1.063

* Leiðrétt arðsemi eftir skatta = (Hagnaður eftir skatta – jákvæðar virðisbreytingar eftir skatta – skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja – hagnaður af aflagðri starfsemi eftir skatta) / meðalstaða eigin fjár.

** Vaxtamunur eigna og skulda = (Vaxtatekjur / meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld / meðalstaða heildarskulda).

*** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána).

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
10. sept. 2024
Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur