Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2024

Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
23. október 2024
  • Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi.
  • Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
  • Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9% og vaxtamunur heimila hækkar úr 2% í 2,1% vegna hækkunar á bindiskyldu.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 44,1 milljarður króna og hreinar þjónustutekjur voru 8,1 milljarður króna.
  • Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 2,0 milljarða króna, að stórum hluta vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga.
  • Kostnaðarhlutfallið var 32,3% samanborið við 34,6% á sama tímabili árið 2023.
  • Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 24,1% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir 20,4% heildarkröfu um eiginfjárgrunn.
  • Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti í september niðurstöður mats síns um að bankinn væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. Beðið er niðurstöðu málsmeðferðar Samkeppniseftirlitsins.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Uppgjörið endurspeglar traustan rekstur og aukin umsvif. Bankinn er í sókn á öllum sviðum og þjónustutekjur eru sterkar, enda höfum við lagt áherslu á að bæta við nýjum þjónustuþáttum og auka hlutdeild bankans. Sífelld þróun á Landsbankaappinu og nýjungar skila sér greinilega í aukinni notkun, ekki síst á meðal ungs fólks. Þetta á til dæmis við um lífeyrissparnað, en samningum um viðbótarlífeyrissparnað við ungt fólk fjölgaði um 17,3% eftir að þessum möguleika var bætt við í appinu.  

Þótt notkun á stafrænum lausnum haldi áfram að aukast er mikið leitað til bankans varðandi ráðgjöf og aðra þjónustu í útibúum og þjónustuveri. Við erum með 35 útibú og afgreiðslur um land allt og tökum vel á móti viðskiptavinum en alls voru skráðar um 85 þúsund heimsóknir hjá gjaldkerum og ráðgjöfum bankans á liðnum fjórðungi. Við leggjum áherslu á frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini og viðskiptavinir með lán sem voru að koma að lokum fastvaxtatímabils fengu símtal frá bankanum og var boðin ráðgjöf.

Undanfarin ár hefur hærra vaxtastig skilað sér í góðri ávöxtun lausafjár bankans en um leið hefur fjármögnun bankans orðið dýrari, sér í lagi vegna hærri vaxta á innlánum, sem skilar sér beint til viðskiptavina í formi betri ávöxtunar sparifjár. Sem dæmi má nefna að bestu vextir á innlán fyrirtækja hjá bankanum eru nú 8,65% á ári. Vaxtamunur bankans í heild hefur lækkað frá fyrri fjórðungi og vaxtamunur heimila, sem er munur á óbundnum íbúðalánavöxtum og vöxtum á óbundnum sparnaði, er nú 2,1%.

Kröftugur útlánavöxtur á árinu kom okkur aðeins á óvart í ljósi hás vaxtastigs, en vel hefur gengið að fjármagna þennan vöxt og vanskil eru áfram lítil. Heildarútlán bankans hafa aukist um 155 milljarða króna, sem jafngildir um 9,5% vexti. Þar af eru 53,6 milljarðar króna vegna lána til einstaklinga og eru það nær allt íbúðalán. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir verðtryggðum íbúðalánum og hærri fjármögnunarkjara á verðtryggðum skuldabréfum, breyttum við framboði á verðtryggðum íbúðalánum, meðal annars í þeim tilgangi að draga úr eftirspurn. Við bjóðum áfram bestu kjörin meðal banka en hættum að veita jafngreiðslulán nema til fyrstu kaupenda. Mánaðarlegar greiðslur verða hærri en ella hjá þeim sem kjósa verðtryggð lán en á móti kemur að eignamyndun verður hraðari. Með þessu móti gátum við haldið vaxtahækkunum hóflegum og við teljum að þessi breyting komi sér betur fyrir langflesta viðskiptavini bankans.

Nýleg græn fjármögnun að upphæð 300 milljónir evra var mjög vel heppnuð og kjörin þau bestu sem íslenskir bankar hafa fengið um nokkra hríð. Hluti af útgáfunni fer í að greiða upp eldri útgáfur sem voru á enn hagstæðari kjörum þannig að heildaráhrifin eru lítillega hærri fjármögnunarkostnaður fyrir bankann.

Við bíðum eftir niðurstöðu úr athugun Samkeppniseftirlitsins á kaupum bankans á TM. Á meðan á biðinni stendur kveða reglur á um takmarkanir á samskiptum starfsfólks fyrirtækjanna. Ef jákvæð niðurstaða fæst mun bankinn ganga frá kaupunum fljótlega í kjölfarið og verkefnið getur hafist af fullum krafti. Með kaupum bankans á TM viljum við veita viðskiptavinum enn betri og fjölbreyttari þjónustu í gegnum allar þjónustuleiðir bankans.“

Helstu atriði úr rekstri og efnahag á þriðja ársfjórðungi (3F) 2024

Rekstur:

  • Hagnaður á 3F 2024 nam 10,8 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,9 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2023.
  • Arðsemi eiginfjár var 14,0% á 3F 2024, samanborið við 10,9% á sama tímabili 2023.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 15,0 milljarðar króna en þær námu 15,2 milljörðum króna á sama tímabili 2023.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 2,7 milljörðum króna en voru 2,3 milljarðar króna á 3F 2023.
  • Virðisbreyting útlána og krafna var jákvæð um 1,4 milljarða króna á 3F 2024.
  • Bankinn hefur til skoðunar að hefja á fjórða ársfjórðungi opið söluferli á 47,9% eignarhlut bankans í Greiðslumiðlun Íslands ehf., sem meðal annars á dótturfélagið Motus.

Efnahagur:

  • Útlán jukust um 9,5% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, eða um 154,6 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 53,6 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 101 milljarð króna, en þar af eru gengisáhrif tæpur 0,5 milljarður króna til hækkunar.
  • Innlán jukust um 16,2% frá áramótum, eða um 169,9 milljarða króna. Innstæður á sparireikningum í appi jukust um 62,6%.
  • Meirihluti íbúa Grindavíkur með íbúðalán hjá bankanum hefur kosið að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu fasteignir sínar. Afgreiðslu á viðskiptum á milli þessara aðila var ekki að fullu lokið í lok þriðja ársfjórðungs en þá var búið að greiða upp íbúðalán til 464 einstaklinga sem eru í viðskiptum við bankann og veita fasteignafélaginu lán að fjárhæð 12,4 milljarðar króna.
  • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans var 263% í lok 3F 2024, samanborið við 238% í lok 3F 2023.

Lykiltölur samstæðunnar

Rekstur

Fjárhæðir í milljónum króna

  9M 2024 9M 2023 Breyting Breyting% 3F 2024 3F 2023 Breyting Breyting%
Hagnaður tímabilsins 26.908 22.383 4.525 20,2% 10.787 7.910 2.877 36,4%
Hreinar vaxtatekjur 44.090 42.776 1.314 3,1% 14.955 15.241 (286) (1,9%)
Hreinar þjónustutekjur 8.068 8.087 (19) (0,2%) 2.690 2.336 354 15,2%
Aðrar rekstrartekjur 6.445 1.150 5.295 460,4% 3.571 (41) 3.612
Rekstrartekjur 58.603 52.013 6.590 12,7% 21.216 17.536 3.680 21,0%
Laun og launatengd gjöld (12.005) (11.534) (471) 4,1% (3.582) (3.221) (361) 11,2%
Annar rekstrarkostnaður (7.569) (7.113) (456) 6,4% (2.492) (2.388) (104) 4,4%
Rekstrargjöld (21.529) (20.410) (1.119) 5,5% (6.793) (6.252) (541) 8,7%

Efnahagur

  30.9.2024 31.12.2023 Breyting Breyting%
Heildareignir 2.185.796 1.960.776 225.020 11,5%
Útlán til viðskiptavina 1.785.470 1.630.894 154.576 9,5%
Innlán frá viðskiptavinum 1.218.394 1.048.537 169.857 16,2%
Eigið fé 314.049 303.754 10.295 3,4%

Kennitölur

  9M 2024 9M 2023 3F 2024 3F 2023
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 11,7% 10,5% 14,0% 10,9%
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna 2,9% 3,0% 2,8% 3,1%
Rekstrarkostnaður í hlutfalli af meðalstöðu eigna 1,3% 1,3% 1,1% 1,2%
Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T)* 32,3% 34,6% 30,7% 31,5%
  30.9.2024 30.6.2024 31.3.2024 31.12.2023 31.12.2022
Eiginfjárhlutfall alls 24,1% 24,4% 24,9% 23,6% 24,7%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 136% 138% 157% 145% 132%
Heildarlausafjárþekja 263% 177% 272% 181% 134%
Lausafjárþekja erlendra mynta EUR (LCR FX til og með 2022) 666% 447% 947% 1.499% 351%
Vanskilahlutfall (>90 daga) 0,6% 0,5% 0,7% 0,3% 0,2%
Meðalstöðugildi 807 824 824 849 843
Stöðugildi í lok tímabils 813 824 826 817 813

*K/T = Rekstrargjöld alls/(Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána).

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
10. sept. 2024
Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur