Fjármögnun
Fjármögnun
Fjármögnun Landsbankans grundvallast á þremur meginstoðum: Innlánum frá viðskiptavinum, fjármögnun á markaði og eigin fé. Lánshæfiseinkunn Landsbankans er metin BBB+/A-2 með stöðugum horfum af S&P Global Ratings.

Fjármögnun á markaði
Landsbankinn er reglulegur útgefandi á innlendum og erlendum skuldabréfamörkuðum. EMTN-útgáfur og sértryggð skuldabréf eru stærsti hluti lántöku bankans.

EMTN-útgáfa
Landsbankinn er með EMTN-útgáfuramma að fjárhæð 2 milljarðar evra. Fyrsta skuldabréfaútgáfa bankans undir rammanum var árið 2015 og hefur bankinn verið reglulegur útgefandi síðan.

Sértryggð skuldabréf
Landsbankinn gefur út sértryggð skuldabréf undir útgáfuramma sértryggðra skuldabréfa að fjárhæð 2.500 milljónir evra. Fyrsta sértryggða útgáfan var árið 2013 með reglulegum útgáfum síðan.

Víxlar og skuldabréf
Víxlar og víkjandi útgáfur á innlendum markaði eru gefnar út undir útgáfuramma bankans fyrir víxla og skuldabréf að fjárhæð 50 milljarðar króna.

Sjálfbær fjármálaumgjörð
Fyrsta græna útgáfa bankans undir sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans var árið 2021.