EMTN útgáfa

EMTN-útgáfa

Landsbankinn er með EMTN-útgáfuramma (Euro Medium Term Note Programme) að fjárhæð allt að tveimur milljörðum evra í mismunandi myntum, rétthæð, með föstum og breytilegum vöxtum og einnig með vísan til sjálfbærni. Fyrsta skuldabréfaútgáfa bankans undir rammanum var árið 2015 og hefur bankinn verið reglulegur útgefandi síðan.

Í árslok 2023 námu óveðtryggðar erlendar skuldabréfaútgáfur í evrum, norskum og sænskum krónum samtals 241 milljarði króna.

Skuldabréfin eru skráð á Euronext Dublin. Deutsche Bank er umsjónaraðili skuldabréfarammans en eftirtaldir bankar eru skráðir miðlarar:

  • Barclays
  • BofA Merrill Lynch
  • Citigroup
  • Deutsche Bank
  • Goldman Sachs International
  • J.P. Morgan
  • Morgan Stanley
  • Nomura
  • UBS Investment Bank

Skilmálar og grunnlýsingar

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur