Hluthafafundur var haldinn í Landsbankanum hf. miðvikudaginn 27. mars 2013 í tengslum við frágang og afhendingu á skilyrtu skilabréfi til LBI og afhendingu hlutabréfa á móti.
Dagskrá:
1. Tillaga um heimild til handa bankaráði þess efnis að Landsbankinn eignist eigin hluti:
Hluthafafundur samþykkir í samræmi við 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 heimild til handa bankaráði þess efnis að Landsbankinn eignist allt að 500 milljónum eigin hluta að nafnverði, sem ráðstafað verður til starfsmanna í samræmi við starfskjarastefnu bankans. Heimild þessi gildir í 5 ár.
2. Tilhögun á frágangi og afhendingu skilyrts skuldabréfs gegn afhendingu á hlutabréfum í Landsbankanum hf.
3. Önnur mál