13. febrúar 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans er sem fyrr gefin út á vefnum á íslensku og ensku. Meðal efnis í skýrslunni:
- Á árinu 2024 héldum við áfram að bæta við nýjungum í Landsbankaappið og gera þjónustu bankans enn notendavænni og auðveldari í notkun.
- Nýju spjallmenni bankans var vel tekið, við héldum áfram að efla netöryggi og tækniumhverfi bankans var styrkt enn frekar, sem eykur skilvirkni og sveigjanleika í rekstri.
- Við studdum við fjárfestingar fyrirtækja, góður gangur var í fyrirtækjaráðgjöf og sífellt fleiri fyrirtæki velja færsluhirðingu Landsbankans.
- Umsvif eignastýringar bankans jukust á árinu og árangurinn var góður.
- Á árinu var kynnt ný virkni í appinu sem gerir viðskiptavinum kleift að sækja um bæði viðbótar- og skyldulífeyrissparnað, breyta um ávöxtunarleið á mjög einfaldan hátt og sjá ítarleg yfirlit yfir greiðslur og réttindi. Þessari nýju virkni var vel tekið af viðskiptavinum og hefur fjöldi nýrra samninga um lífeyrissparnað ekki verið meiri á einu ári.
- Við héldum vel sótta fræðslufundi víða um land, m.a. um leiðir til að stækka fyrirtæki, um lífeyrismál, netöryggi o.fl.
- Við lögðum enn meiri áherslu á að nýta sérfræðiþekkingu okkar öfluga starfsfólks á landsbyggðinni til að veita viðskiptavinum þjónustu, óháð því hvar þeir búa á landinu.
- Rekstur Landsbréfa, dótturfélags bankans gekk vel á árinu 2024, þrátt fyrir krefjandi aðstæður á mörkuðum.
- Við tókun þátt í margvíslegum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu og við horfðum til þess að styðja við íþróttastarf, menningu og listir til viðbótar við sjálfbærni, góðgerðarmál og menntamál.
- Í skýrslunni er einnig fjallað um öflugt sjálfbærnistarf bankans, m.a. um staðfestingu á vísindalegum loftslagsmarkmiðum, kolefnisspor bankans og áætlaða losun gróðurhúsalofttegunda vegna útlána.
Þú gætir einnig haft áhuga á

21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.

30. jan. 2025
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.

13. des. 2024
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).

23. okt. 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.

10. sept. 2024
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.

18. júlí 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.

7. júní 2024
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.

30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.

2. maí 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.

19. apríl 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.