Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum

Skuldabréfin eru neðar í kröfuröð en hefðbundin óveðtryggð skuldabréf, en ofar víkjandi skuldabréfum bankans, svokölluð víkjandi forgangsbréf (e. senior non-preferred bond). Skuldabréfin voru seld á 180 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í sænskum krónum og 183 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum. Skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta sinnar tegundar hjá íslenskum banka. Þess er vænst að lánshæfiseinkunn bréfanna hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu S&P verði BBB.
Heildareftirspurn var rúmlega tvöföld frá yfir tuttugu norrænum fjárfestum. Umsjónaraðilar útboðsins voru DNB og Nordea.









