Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Boðinn var til sölu nýr verðtryggður flokkur víkjandi skuldabréfa, LBANK T2I 36. Skuldabréfin bera fasta vexti sem greiðast einu sinni á ári. Lokagjalddagi skuldabréfanna er í júní 2036 með innköllunarheimild í júní 2031 og á hverjum vaxtagjalddaga þar á eftir (11,5NC6,5).
Sjötíu tilboð að fjárhæð 21.580 m.kr. að nafnverði bárust í flokkinn á ávöxtunarkröfu á bilinu 4,64%-5,60%. Tilboðum að fjárhæð 7.640 m.kr. var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 5,06%.
Áætlaður uppgjörsdagur er 19. desember 2024.