Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Í tilkynningu S&P kemur jafnframt fram að það sé mat fyrirtækisins að viðskiptin muni hafa hófleg áhrif á eiginfjárhlutfall Landsbankans og býst við því að bankinn mæti þeim áhrifum að hluta með víkjandi skuldabréfaútgáfu árin 2024-2025.