Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrstu þrjá mán­uði árs­ins 2024

Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
2. maí 2024
  • Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta.
  • Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
  • Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9%. Vaxtamunur heimila var 2% og helst stöðugur.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur voru 2,7 milljarðar króna.
  • Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 2,7 milljarða króna, en þar af er um 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfara á Reykjanesskaga.
  • Kostnaðarhlutfall er 33,6% samanborið við 33,3% á fyrsta fjórðungi ársins 2023.
  • Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 24,9% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir 20,7% heildarkröfu um eiginfjárgrunn.
  • Í mars lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra og var heildareftirspurn rúmlega sexföld.
  • Bankinn lauk í mars við útboð tveggja flokka víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2, annars vegar óverðtryggðan flokk að fjárhæð 3 milljarðar króna og hins vegar verðtryggðan flokk að fjárhæð 12 milljarðar króna.
  • Á aðalfundi bankans þann 19. apríl 2024 var samþykkt að bankinn greiði arð til hluthafa að fjárhæð 16,5 milljarðar króna, eða sem nemur 0,70 krónum á hlut, vegna rekstrarársins 2023. Arðgreiðslan samsvarar um 50% af hagnaði samstæðu bankans á árinu 2023. Arðgreiðslur Landsbankans á árunum 2013-2024 munu því samtals nema 191,7 milljörðum króna.
  • Í janúar var greint frá því að fimmta árið í röð var ánægja viðskiptavina á bankamarkaði mest með þjónustu Landsbankans, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2023.
  • Í byrjun apríl tilkynnti S&P um hækkun lánshæfismats bankans í BBB +/A-2 með stöðugum horfum.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

 „Það er merkur áfangi að efnahagsreikningur Landsbankans er nú orðinn yfir 2.000 milljarðar króna að stærð sem er tvöföldun frá stofnefnahagsreikningi bankans árið 2008. Efnahagsreikningurinn hefur stækkað jafnt og þétt og á fyrsta fjórðungi þessa árs nam aukningin tæplega 72 milljörðum króna. Stækkandi efnahagsreikningur gerir okkur kleift að styðja enn betur við atvinnulíf og íslenskt samfélag. Öflug útlánastarfsemi er grundvallarþáttur í rekstri bankans. Á þessu ári hefur verið lítil aukning í íbúðalánum en meira um endurfjármögnun. Fyrirtækjalán jukust jafnt og þétt og alls nam aukning þeirra á fjórðungnum um 30 milljörðum króna.

Fjármögnun bankans gekk sérlega vel á fjórðungnum. Við gáfum bæði út víkjandi skuldabréf í íslenskum krónum að fjárhæð 15 milljarðar króna og 300 milljóna evru skuldabréf, í báðum tilfellum á góðum kjörum. Nú í apríl fengum við þau ánægjulegu tíðindi að alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings hefði hækkað lánshæfismat bankans.

Arðsemi bankans gefur eilítið eftir en er nálægt langtímamarkmiði. Helsta ástæðan fyrir lægri arðsemi er sú að bankinn eykur varúðarframlag á fjórðungnum vegna náttúruvárinnar í Grindavík. Það er mikilvægt að bankinn hafi efnahagslegan styrk til að takast á við afleiðingar náttúruhamfaranna og geti áfram stutt við viðskiptavini sína í Grindavík, líkt og hingað til. Við búumst við að heildararðsemin á þessu ári rétti sig af og verði yfir markmiði bankans. Þá er rétt að benda á að nýjar kröfur Seðlabanka Íslands um bindiskyldu verða til þess að Landsbankinn mun eiga um 35 milljarða króna á vaxtalausum reikningi hjá Seðlabankanum, sem er aukning um 50% frá fyrri kröfu. Kostnaðaraukinn er einn milljarður á ári fyrir bankann.

Uppgjör bankans er gott og til marks um öflugan og góðan rekstur. Áfram er mikill kraftur í þróun nýrra lausna fyrir viðskiptavini. Meðal nýjunga sem við kynntum á fyrsta fjórðungi er að nú geta viðskiptavinir sjálfir endurfjármagnað íbúðalánin sín í Landsbankaappinu. Þessi möguleiki hefur aldrei áður verið í boði á Íslandi og lausnin stendur mjög framarlega á heimsvísu. Þessi lausn mun sannarlega einfalda líf viðskiptavina. Við tókum líka spjallmennið Ellí í notkun og það tók strax á sprett og afgreiðir nú um helming allra erinda í netspjallinu á landsbankinn.is við góðan orðstír. Það er sömuleiðis ánægjulegt að viðskiptavinir nýta spjallið reglulega til að láta í ljós álit sitt á þjónustu bankans og samskiptum við starfsfólk. Með því að þróa sífellt nýjar lausnir bætum við enn frekar þjónustu við viðskiptavini Landsbankans, sem eru einmitt þeir ánægðustu á bankamarkaði.“

Helstu atriði úr rekstri og efnahag á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2024

Rekstur:

  • Hagnaður á 1F 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2023.
  • Arðsemi eiginfjár var 9,3% á 1F 2024, samanborið við 11,1% á sama tímabili 2023.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 14,4 milljarðar króna en þær námu 13,1 milljarði króna á sama tímabili 2023.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 2,7 milljörðum króna en voru 3,0 milljarðar króna á 1F 2023.
  • Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 2,7 milljarða króna á 1F 2024, en þar af er 2,0 milljarða króna safnframlag vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga.
  • Landsbankinn og Kvika banki komust að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. í kjölfar skuldbindandi kauptilboðs sem Landsbankinn lagði fram þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Tilboð bankans hljóðar upp á 28,6 milljarða króna, en endanleg greiðsla fyrir TM er háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins.

Efnahagur:

  •  Útlán jukust um 2% á milli tímabila, eða um 36,4 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 6 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 30 milljarða króna, en þar af eru gengisáhrif 1,2 milljarðar króna til hækkunar.
  • Innlán jukust um 5% frá áramótum og eru nú alls 1.103 milljarðar króna. Um 40 þúsund viðskiptavinir hafa stofnað sparireikninga í appinu.
  • Landsbankinn samþykkti á fjórðungnum, ásamt öðrum bönkum og lífeyrissjóðum, að taka þátt í fjármögnun á Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. sem ríkissjóður stofnaði í þeim tilgangi að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík þar sem einstaklingum gefst kostur á að selja félaginu fasteignir sínar með forkaupsrétti.
  • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans (e. liquidity coverage ratio) var 272% í lok 1F 2024, samanborið við 235% í lok 1F 2023.

Lykiltölur samstæðunnar

Rekstur

Fjárhæðir í milljónum króna

  1F 2024 1F 2023 Breyting Breyting% 2023 2022
Hagnaður tímabilsins 7.156 7.756 (600) (7,7%) 33.167 16.997
Hreinar vaxtatekjur 14.383 13.066 1.317 10,1% 57.559 46.464
Hreinar þjónustutekjur 2.736 3.048 (312) (10,2%) 11.153 10.623
Aðrar rekstrartekjur 442 1.206 (764) (63,3%) 5.136 (3.834)
Rekstrartekjur 17.561 17.320 241 1,4% 73.848 53.253
Laun og launatengd gjöld (4.233) (4.119) (114) 2,8% (15.866) (14.474)
Annar rekstrarkostnaður (2.586) (2.355) (231) 9,8% (10.092) (9.289)
Rekstrargjöld (7.419) (7.044) (375) 5,3% (28.248) (25.860)

Efnahagur

Fjárhæðir í milljónum króna

  31.03.2024 31.03.2023 Breyting Breyting% 31.12.2023 31.12.2022 Breyting Breyting%
Heildareignir 2.032.436 1.916.993 115.443 6,0% 2.032.436 1.960.776 71.660 3,7%
Útlán til viðskiptavina 1.667.343 1.576.589 90.754 5,8% 1.667.343 1.630.894 36.449 2,2%
Innlán frá viðskiptavinum 1.103.350 1.001.580 101.770 10,2% 1.103.350 1.048.537 54.813 5,2%
Eigið fé 310.828 278.343 32.485 11,7% 310.828 303.754 7.074 2,3%

Kennitölur

  1F 2024 1F 2023 31.12.2023 31.12.2022
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 9,3% 11,1% 11,6% 6,3%
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna 2,9% 2,8% 3,0% 2,7%
Rekstrarkostnaður í hlutfalli af meðalstöðu eigna 1,4% 1,4% 1,4% 1,4%
Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T)* 33,6% 33,3% 33,7% 46,8%
  31.03.2024 31.03.2023 31.12.2023 31.12.2022
Eiginfjárhlutfall alls 24,9% 25,3% 23,6% 24,7%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 157% 145% 145% 132%
Heildarlausafjárþekja 272% 235% 181% 134%
Lausafjárþekja erlendra mynta EUR (LCR FX til og með 2022) 947% 724% 1.499% 351%
Vanskilahlutfall (>90 daga) 0,7% 0,3% 0,3% 0,2%
Meðalstöðugildi 824 826 849 843
Stöðugildi í lok tímabils 826 825 817 813

*K/T - Rekstrargjöld alls/(Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána).

Upplýsingar um áhrif nýrra krafna Seðlabanka Íslands um bindiskyldu hafa verið leiðréttar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
10. sept. 2024
Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur