Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Borið hefur á svikatilraunum undanfarið sem byggjast á því að SMS er sent í síma fólks. Í skilaboðunum er gefið til kynna að skráningu viðtakanda sé ábótavant og fólk er beðið um að smella á hlekk til að laga skráninguna.
Hlekkurinn leiðir á síðu þar sem fólk er beðið um að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þessi svikasíða er hvorki á vegum Landsbankans né Auðkennis. Við vörum því við þessum skilaboðum og síðunni sem vísað er á.
Við hvetjum fólk til að hafa varann á gagnvart netglæpum. Við höfum tekið saman ýmsar hagnýtar upplýsingar um netöryggi hér á Umræðunni.