Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember

Að athöfn lokinni býðst gestum á Miðbakka að þiggja fiskisúpu í boði Brims í Landsbankanum við Reykjastræti 6. Jólasveinar og harmonikkuleikari skemmta gestum og leika jólalög, bæði við athöfnina og í bankanum.
Viðburðurinn er í boði Landsbankans, Brims, Faxaflóahafna, Heima, Sjómannadagsráðsins og Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins.
Dagskrá
- Jólakveðja frá Faxaflóahöfnum
- Dr. Sverrir Schopka segir frá sögu Hamborgartrésins
- Clarissa Duvigneau, sendiherra Þýskalands, tendrar ljósin á Hamborgartrénu
- Jólasveinar sigla inn í gömlu höfnina á Magna og leggjast að Miðbakkanum, spjalla við börnin og leiða gesti svo að fiskisúpukötlunum í Landsbankanum í Reykjastræti 6
Saga Hamborgartrésins
Íslenskir sjómenn sem lögðu að í Hamborg eftir seinna stríð elduðu fiskisúpu handa svöngu fólki meðan verið var að landa úr togurunum þeirra. Sem þakklætisvott tóku nokkur félög og fyrirtæki í Hamborg sig saman og sendu árið 1965 jólatré til Reykjavíkur. Nokkur fyrirtæki með starfsemi í kringum gömlu höfnina hafa í samstarfi við þýska sendiráðið tekið að sér að viðhalda siðnum og tryggja að tréð verði áfram á sínum stað um hver jól.
Nánar er fjallað um sögu Hamborgartrésins á Umræðunni.
Við hlökkum til að sjá ykkur!









