Engar lokanir lengur vegna veðurs

Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Þjónustuverið er opið eins og venjulega. Við bendum á að hægt er að sinna öllum helstu bankaviðskiptum í appinu og netbankanum. Þá er netspjallið aðgengilegt allan sólarhringinn á landsbankinn.is.
Fréttin hefur verið uppfærð.









