Fréttir

Helgi Áss Ís­lands­meist­ari eft­ir sig­ur á Frið­riks­móti Lands­bank­ans

3. desember 2024

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.

Í upphafi mótsins var flutt kveðja frá Friðriki Ólafssyni, sem átti ekki heimangengt. Hann brýndi keppendur og þakkaði Landsbankanum fyrir að hafa stutt við mótið í rúma tvo áratugi.

Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Áhættustýringar Landsbankans, lék fyrsta leikinn fyrir Jóhann Hjartarson gegn Haraldi Björnssyni. Klappað var fyrir Bergsteini þegar hann upplýsti að bankinn myndi áfram styðja við mótið.

Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Áhættustýringar hjá Landsbankanum, leikur fyrsta leik fyrir Jóhann Hjartarson

Helgi Áss mætti til leiks á hækjum eftir lítils háttar aðgerð og sat á föstu fjórða borði vegna þess. Þar tók hann á móti andstæðingum sínum og afgreiddi þá flesta, leyfði aðeins þrjú jafntefli og vann 10 skákir sem er frábær árangur. Alls hlaut hann 11,5 vinninga og var í kjölfarið krýndur Íslandsmeistari í hraðskák.

Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson hlaut 11 vinninga – skor sem í flestum tilfellum myndi duga til sigurs. Hann tapaði fyrir Helga Áss og Stephani Briem en vann alla aðra. Stephan, Davíð Kolka og Birkir Ísak Jóhannsson hlutu 9 vinninga og hrepptu 3.-5. sæti. Félagsmenn í Breiðabliki tóku fjögur af fimm aðalverðlaunum mótsins! Oliver Aron Jóhannsson og Magnús Pálmi Örnólfsson fengu einnig 9 vinninga en höfðu lægri oddastig.

Verðlaunahafar á Friðriksmótinu

Aukaverðlaununum var fækkað að þessu sinni en þau hækkuð. Lenka Ptácníková hlaut kvennaverðlaunin, eins og svo oft áður. Árangursverðlaun (besti árangur miðað við eigin stig) voru veitt. Miðað var við undir 2.000 skákstig og yfir.

Örvar Hólm Brynjarsson hlaut verðlaunin fyrir þá sem höfðu undir 2.000 skákstig. Stefán Bergsson fékk verðlaun fyrir bestan árangur þeirra sem höfðu meira en 2.000 skákstig. Reyndar höfðu Helgi Áss og Davíð Kolka betri árangur en hann þar en ekki var hægt að fá tvenn verðlaun.

Lokastaðan á Chess-Results

Alls tóku 77 skákmenn þátt í mótinu og var gaman að sjá hvað unga kynslóðin stóð sig vel. Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Daði Ómarsson. Sá síðastnefndi hélt einnig utan um beinar útsendingar. Einnig komu Björn Ívar Karlsson, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Róbert Lagerman að undirbúningi mótsins.

Skákir mótsins á LiChess

Íslandsmótið í atskák fer fram í Bankanum vinnustofu, sem er í Landsbankahúsinu á Selfossi, þann 7. desember nk.

Fleiri myndir má sjá á vef Skáksambandsins

Þú gætir einnig haft áhuga á
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur