Fréttir

Helgi Áss Ís­lands­meist­ari eft­ir sig­ur á Frið­riks­móti Lands­bank­ans

3. desember 2024

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.

Í upphafi mótsins var flutt kveðja frá Friðriki Ólafssyni, sem átti ekki heimangengt. Hann brýndi keppendur og þakkaði Landsbankanum fyrir að hafa stutt við mótið í rúma tvo áratugi.

Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Áhættustýringar Landsbankans, lék fyrsta leikinn fyrir Jóhann Hjartarson gegn Haraldi Björnssyni. Klappað var fyrir Bergsteini þegar hann upplýsti að bankinn myndi áfram styðja við mótið.

Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Áhættustýringar hjá Landsbankanum, leikur fyrsta leik fyrir Jóhann Hjartarson

Helgi Áss mætti til leiks á hækjum eftir lítils háttar aðgerð og sat á föstu fjórða borði vegna þess. Þar tók hann á móti andstæðingum sínum og afgreiddi þá flesta, leyfði aðeins þrjú jafntefli og vann 10 skákir sem er frábær árangur. Alls hlaut hann 11,5 vinninga og var í kjölfarið krýndur Íslandsmeistari í hraðskák.

Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson hlaut 11 vinninga – skor sem í flestum tilfellum myndi duga til sigurs. Hann tapaði fyrir Helga Áss og Stephani Briem en vann alla aðra. Stephan, Davíð Kolka og Birkir Ísak Jóhannsson hlutu 9 vinninga og hrepptu 3.-5. sæti. Félagsmenn í Breiðabliki tóku fjögur af fimm aðalverðlaunum mótsins! Oliver Aron Jóhannsson og Magnús Pálmi Örnólfsson fengu einnig 9 vinninga en höfðu lægri oddastig.

Verðlaunahafar á Friðriksmótinu

Aukaverðlaununum var fækkað að þessu sinni en þau hækkuð. Lenka Ptácníková hlaut kvennaverðlaunin, eins og svo oft áður. Árangursverðlaun (besti árangur miðað við eigin stig) voru veitt. Miðað var við undir 2.000 skákstig og yfir.

Örvar Hólm Brynjarsson hlaut verðlaunin fyrir þá sem höfðu undir 2.000 skákstig. Stefán Bergsson fékk verðlaun fyrir bestan árangur þeirra sem höfðu meira en 2.000 skákstig. Reyndar höfðu Helgi Áss og Davíð Kolka betri árangur en hann þar en ekki var hægt að fá tvenn verðlaun.

Lokastaðan á Chess-Results

Alls tóku 77 skákmenn þátt í mótinu og var gaman að sjá hvað unga kynslóðin stóð sig vel. Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Daði Ómarsson. Sá síðastnefndi hélt einnig utan um beinar útsendingar. Einnig komu Björn Ívar Karlsson, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Róbert Lagerman að undirbúningi mótsins.

Skákir mótsins á LiChess

Íslandsmótið í atskák fer fram í Bankanum vinnustofu, sem er í Landsbankahúsinu á Selfossi, þann 7. desember nk.

Fleiri myndir má sjá á vef Skáksambandsins

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur