Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Útlánsvextir
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,50 prósentustig og verða frá 10,00%.
- Fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,35 prósentustig og verða frá 8,50%.
- Fastir vextir til fimm ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,20 prósentustig og verða frá 8,35%.
- Kjörvextir á óverðtryggðum lánum lækka um 0,50 prósentustig.
- Yfirdráttarvextir lækka um 0,50 prósentustig.
Innlánsvextir
- Vextir á óverðtryggðum veltureikningum lækka um 0,25-0,50 prósentustig.
- Vextir á óverðtryggðum sparireikningum lækka um 0,25-0,50 prósentustig.
- Vextir á reikningum í erlendri mynt taka breytingum í samræmi við breytingar á stýrivöxtum og markaðsvöxtum í viðkomandi mynt.
Engar breytingar verða á vöxtum verðtryggðra inn- eða útlána.
Samhliða vaxtabreytingunum taka gildi breytingar á útlánareglum Landsbankans sem fela m.a. í sér að hámarkslánstími nýrra verðtryggðra íbúðalána verður 25 ár. Fyrstu kaupendum býðst þó áfram að taka verðtryggð lán til 30 ára. Nánar er greint frá þessum breytingum í annarri tilkynningu á vef bankans.
Breytingarnar eru gerðar í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands frá 20. nóvember sl. en þá lækkaði Seðlabankinn meginvexti um 0,50 prósentustig. Vaxtabreytingarnar taka einnig mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
Breytingar á vöxtum útlána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi, í flestum tilfellum eftir 30 daga. Breytingar á vöxtum greiðslureikninga sem falla undir lög um greiðsluþjónustu taka gildi að tveimur mánuðum liðnum í samræmi við skilmála sem gilda um þá reikninga og tilkynningar þar að lútandi.
Hægt verður að nálgast tilkynningar undir Rafræn skjöl í netbankanum eða Skjöl í Landsbankaappinu.
Nánar er greint frá þessum breytingum í annarri tilkynningu á vef bankans.