Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Nánari upplýsingar um söluferlið
GMÍ sérhæfir sig í lausnum sem tengjast greiðslum, innheimtu, kröfustýringu og lánaumsýslu. Félagið á rætur að rekja til ársins 1980 þegar Lögheimtan tók til starfa. Lykilvörumerki eru Motus í innheimtu og kröfustýringu, Lögheimtan í löginnheimtu, Pacta í lögfræðiþjónustu og Pei í greiðslulausnum.
Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og er opið öllum fjárfestum sem uppfylla ákveðin skilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu, svo sem um fjárhagslega getu.
Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við ráðgjafa seljenda, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og ARMA Advisory, með því að senda tölvupóst á netfangið gmi@landsbankinn.is.
Áætlaður tilboðsfrestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði er til kl. 16.00, föstudaginn 20. desember 2024.