Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.
Við héldum fræðslufund um þetta efni í Reykjavík fyrr í október. Færri komust að en vildu og vegna mikils áhuga ætlum við að endurtaka leikinn og bjóða einnig upp á annan fund í Landsbankanum í Reykjastræti.
Fræðslan hentar sérstaklega þeim sem sjá fram á lífeyristöku á næstu árum.
- Gústav Gústavsson, sölustjóri hjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu, fer yfir hvers er að vænta við starfslok og hvaða ráðstafanir þarf að gera áður en kemur að lífeyrisaldri og starfslokum.
- Brynja M. Ólafsdóttir, sérfræðingur í Regluvörslu, fer yfir helstu tegundir netsvika og hvers konar netsvik eru áberandi í dag. Þá fer hún vel yfir hvernig sé best að fyrirbyggja slík svik.
Fundirnir eru öllum opnir. Það verður heitt á könnunni og léttar veitingar í boði.