Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
Meðal tilboða sem bankinn hefur kynnt með tölvupósti nýlega
- Í október bauð Icelandair viðskiptavinum Landsbankans sem safna Vildarpunktum Icelandair með greiðslukorti frá bankanum 30% afslátt á fargjöldum til tiltekinna áfangastaða.
- Í september bauð PLAY viðskiptavinum Landsbankans sem safna Aukakrónum 25% afslátt af ferðum til tiltekinna áfangastaða.
- Við sendum upplýsingar um tómstundastyrki Landsbankans fyrir börn á grunnskólaaldri og um Plúskortaleikinn en þau sem tóku þátt í honum gátu unnið ferð á tónlistarhátíðina Way Out West í boði Landsbankans og Visa.
- Nýbakaðir foreldrar, sem eru í viðskiptum við bankann, fá boð um að bankinn leggi 5.000 kr. fæðingargjöf inn á Framtíðargrunn á nafni barnsins.
Einfalt að breyta stillingum í appinu og netbankanum
Viðskiptavinir sem hafa afþakkað að fá upplýsingar um fríðindi og þjónustu bankans geta breytt því í appinu. Það er gert með því að fara í Stillingar og velja Vöktun. Þar getur þú hakað við box um að þú þiggir að fá upplýsingarnar sendar með tölvupósti, í farsíma eða með öðrum samskiptaleiðum. Í netbankanum velur þú Stillingar til að gera sömu breytingar. Þótt við bjóðum góð tilboð og ýmis fríðindi, þá pössum við okkur líka á að senda ekki of marga pósta.
Við minnum jafnframt á mikilvægi þess að passa að samskiptaupplýsingar, þ.e. upplýsingar um símanúmer og netfang, séu réttar.