Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Alls hlaut 1.131 fyrirtæki viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2024.
Að Krýsuvíkursamtökunum standa bæði einstaklingar og fyrirtæki. Samtökin starfrækja meðferðarheimili í Krýsuvík fyrir fólk sem ánetjast hefur vímuefnum. Meðferðin í Krýsuvík byggir á 12 spora kerfinu og er að lágmarki 6 mánuðir. Unnið er með flesta þætti fíknisjúkdóma og skjólstæðingar fá einnig aðstoð við úrvinnslu áfalla og fjármálaaðstoð. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og miðast við að mæta þörfum hvers og eins. Markmið samtakanna er að veita skjólstæðingum sínum tækifæri til að ná bata og komast aftur inn í samfélagið sem virkir þjóðfélagsþegnar.