Fréttir

Net­spjall­ið í app­inu – og fleiri nýj­ung­ar!

Fjölskylda
8. nóvember 2024

Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.

Í appinu getur spjallmenni bankans, Ellí, vísað fólki beint inn á rétta staði í appinu eða viðeigandi síður á vef bankans. Ellí getur svarað langflestum almennum fyrirspurnum en hún byggir á gagnagrunni með um 2.000 svörum frá sérfræðingum bankans og fjölgar svörunum jafnt og þétt.

Meðal annarra nýjunga í appinu sem hafa bæst við á síðustu mánuðum eru:

  • Millifæra Aukakrónurnar sínar yfir á annan Aukakrónukorthafa.
  • Sækja um viðbótar- og skyldulífeyrissparnað og fá ítarleg yfirlit yfir lífeyrisgreiðslur og -réttindi.
  • Taka íbúðalán og endurfjármagna með einföldum hætti.
  • Nýskráning í viðskipti hefur verið einfölduð enn frekar.
  • Komið er innhólf í appið þar sem birtast tilkynningar og upplýsingar frá bankanum.
  • Nýir stillingarmöguleikar sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum.
  • Fljótlega mun staðfesting á netgreiðslum fara fram í Landsbankaappinu og um leið verður hætt að nota rafræn skilríki í þeim tilgangi.
  • Kortakvittanir munu fljótlega skila sér beint í bókhaldið hjá fyrirtækjum.

Notkun á appinu sífellt að aukast

Yfir 144 þúsund manns nota Landsbankaappið í hverjum mánuði og í hverjum mánuði eru 3,5 milljónir innskráninga í appið. Notkun á appinu hefur aukist um 13% það sem af er ári.

Frá því spjallmennið Ellí var kynnt til sögunnar í febrúar 2024 hefur hún svarað um 250.000 skilaboðum og spurningum frá viðskiptavinum. Viðskiptavinir sem veita endurgjöf eru ánægðir með svörin í 87,5% tilfella og gefa Ellí þumallinn upp!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur