Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, umhverfismál og náttúruvernd og verkefni á sviðum menningar og lista.
Dómnefndin var skipuð þeim Sverri Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni, leikara og Guðrúnu Agnarsdóttur, lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.
Frá árinu 2011 hafa hátt á fimmta hundrað verkefna fengið samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans og nema styrkirnir samtals 225 milljónum króna. Einnig veitir sjóðurinn árlega námsstyrki og sjálfbærnistyrki, samtals að fjárhæð 18 milljónir króna. Styrkir úr Samfélagssjóði koma til viðbótar við önnur fjölbreytt samstarfsverkefni bankans um allt land.
Yfir þrjú hundruð umsóknir bárust í ár og verkefnin sem hlutu styrk eru hvert öðru glæsilegra.
Í flokknum menning- og listir hlaut Uppskeru- og menningarhátíð fatlaðs fólks og fötlunarfræða 1.000.000 króna.
Í sama flokki hlutu eftirfarandi verkefni 500.000 króna styrk:
- Verksmiðjan á Hjalteyri – Myndlistardagskrá 2025.
- Annar Garður – sýningar í Höggmyndagarðinum í Reykjavík.
- Act alone 2025 – leiklistar- og listahátíð á Suðureyri.
Þá hlutu eftirfarandi verkefni 250.000 króna styrk:
- Marglitur í mars – Listasýning Einhverfusamtakanna.
- Vortónar við Tjörnina – Tríóið Hvalreki.
- Músík í Mývatnssveit 2025 – tónlistarhátíð.
Í flokknum mannúðarstörf og líknarfélög hlutu eftirfarandi verkefni 500.000 króna styrk:
- Hönd í hönd ráðgjöf til stuðnings við barnshafandi konur á flótta.
- Hæglætishreyfingin á Íslandi fyrir vitundarvakningu um ávinning hæglætis.
- Kraftur fyrir NorðanKraft á Akureyri sem er stuðningshópur fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.
- Kvenfélagasamband Íslands vegna 95 ára afmælis sambandsins árið 2025.
Í sama flokki hlutu eftirfarandi verkefni 250.000 króna styrk:
- Geðverndarfélag Íslands fyrir þýðingar á netnámskeiðum.
- MS-félag Íslands til að setja á fót Hlaðvarpið MSkastið.
- Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir félagsstarfið Gaman saman, ráðgjöf og stuðningur.
Í flokknum umhverfismál og náttúruvernd hlutu Veraldarvinir styrk upp á 1.000.000 króna fyrir Sjálfbærnisetrið í Krýsuvík.
Í sama flokki hlutu eftirfarandi verkefni 500.000 króna styrk:
- Alviðra, náttúruverndar- og fræðslustofnun fyrir uppfærslu á merkingum og til að gera gönguleiðir við Sogið og á Ingólfsfjall greiðfærari.
- Ferðafélag Íslands til að endurnýja merkingar á gönguleiðunum Laugavegi og Fimmvörðuhálsi.
- Geir Borg fyrir verkefnið Astrid loftslagsfræðsla sem er ætlað fyrir unglinga í sýndarveruleika.
Í sama flokki hlutu eftirfarandi verkefni 250.000 króna styrk:
- Hringrásarsetur Íslands fyrir Reddingakaffi.
- Kvenfélagasamband Íslands til að uppfæra vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna.
Í flokknum menntamál, rannsóknir og vísindi hlutu eftirfarandi verkefni 500.000 króna styrk:
- GeoCamp Iceland fyrir verkefnið Jörðin lifnar við, raungreinabúðir á Reykjanesi.
- Landssamtökin Þroskahjálp til að halda ráðstefnu um aðgengi fatlaðs fólks að tækni og stafrænum heimi.
- Samtök um kynheilbrigði fyrir námskeiðahald fyrir kennara í framhaldsskólum.
Í sama flokki hlutu eftirfarandi verkefni 250.000 króna styrk:
- Félag um kvíðaraskanir barna fyrir rannsókn og tilraunaverkefni sem heitir OCD sumarnámskeið fyrir unglinga með áráttu-þráhyggjuröskun.
- Sverrir Sigmundarson fyrir íslenska Vasaskrímslaverkefnið sem á að styrkja og styðja við læsi barna.
- Töfratal til að vinna fræðsluerindi um málþroska og málörvun barna á leikskólaaldri.
- Traustur Kjarni - fyrir „LET(s) Lead“ til að efla fræðilega og hagnýta þekkingu á sviði leiðtogaþjálfunar er kemur að aðkomu notenda að geðheilbrigðisþjónustu.
Í flokknum forvarnar- og æskulýðsstarf hlaut Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu, vinnu- og fræðslusetur fyrir ungt fólk, 1.000.000 króna til að efla líkamsræktarsalinn sinn.
Í sama flokki hlutu eftirfarandi 500.000 króna styrk:
- Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun fyrir jafningjafræðslu.
- Skíðafélag Strandamanna upp í kaup á nýlegum snjótroðara.
- Týndu stelpurnar til að hjálpa stelpum með ADHD að skilja sig betur og færa þeim einhver verkfæri á meðan beðið er eftir að komast að í greiningu.
Í sama flokki hlutu eftirfarandi 250.000 króna styrk:
- Astma- og ofnæmisfélag Íslands til að veita áframhaldandi fræðslu og aðstoð vegna fæðuofnæmis í skólum.
- Guðlaug Hrönn Pétursdóttir til að þróa Vinavefinn til að vinna gegn einmanaleika og einangrun.
- Valdís Marselía Þórðardóttir fyrir forvarnarverkefni sem snýr að því að fræða leikskólabörn um mikilvægi góðrar tannhirðu.
- Þórhildur Halldórsdóttir upp í kaup á búnaði fyrir rannsókn á áhrifum samfélagsmiðla á heilavirkni ungmenna.