Afgreiðslutími um jól og áramót

Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Ellí, spjallmenni bankans, fer ekki í jólafrí og er innan handar yfir hátíðirnar. Hraðbankarnir okkar eru staðsettir um allt land og flestir eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Hægt er að sjá staðsetningu og fjarlægð í næsta hraðbanka í appinu eða hér á vefnum.
Við vekjum einnig athygli á að hægt er að kaupa gjafakort Landsbankans í gjafakortasjálfsölum sem eru aðgengilegir allan sólarhringinn í útibúum okkar í Borgartúni 33, Hamraborg og Mjódd.
Gleðilega hátíð!









