Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Við minnum á að Landsbankinn sendir aldrei tölvupósta með hlekk á innskráningarsíðu netbankans eða Landsbankaappsins.
Þegar þú ætlar að skrá þig inn í appið eða netbankann skaltu alltaf fara eftir hefðbundnum leiðum, annað hvort með því að opna appið eða fara beint inn á landsbankinn.is.
Við ítrekum:
- Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins.
- Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu, kortafærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir.
- Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn.
- Ef þú hefur skráð inn upplýsingar á svikasíðu þarftu strax að skipta um lykilorð fyrir netbankann/appið og leyninúmer á bankareikningum.
- Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi.