Vara­samt að velja upp­hæð­ina í ís­lensk­um krón­um

Fólk á ferðalögum erlendis er oft spurt hvort það vilji greiða með greiðslukorti í sínum eigin gjaldmiðli, í stað gjaldmiðils viðkomandi lands. Hvernig virkar það og er það sniðugt?
Símagreiðsla
20. ágúst 2020 - Landsbankinn

Þessi þjónusta er þekkt undir nafninu DCC sem stendur fyrir Dynamic Currency Conversion.

Sumum korthöfum þykir þægilegt að nota DCC-þjónustuna því þar með þurfa þeir ekki reikna út hver upphæðin er í íslenskum krónum, þar sem upphæðin í íslenskum krónum blasir við á posanum. Greiðsla sem samþykkt er með þessum hætti er heldur ekki háð mögulegum sveiflum á gengi frá þeim tíma sem færslan er staðfest, t.d. þegar greitt er í posa og þangað til upplýsingar um hana berast til kortaútgefanda en þá er greiðslan endanlega samþykkt. Upphæðin helst þar með óbreytt þar sem fjárhæðinni hefur þegar verið skipt yfir í íslenskar krónur, þ.e. þegar Íslendingar eiga í hlut. Reyndar eru slíkar gengissveiflur yfirleitt litlar og hafa verður í huga að þær geta líka verið korthafa til hagsbóta, þ.e. gengið getur verið hagstæðara þegar upplýsingar um greiðsluna berast kortaútgefanda.

Í DCC-viðskiptum bætir þjónustuaðilinn yfirleitt hóflegri álagsgreiðslu ofan á kaupverðið og í sumum tilfellum bætist einnig við sérstök þóknun. Því miður hafa þó komið upp dæmi þar sem að álag og þóknanir hafa algjörlega verið úr takti við það sem eðlilegt getur talist. Því ættu korthafar hafa varann á áður en skilmálar og greiðslur eru staðfestar.

Upplýsingaskylda söluaðila

Ef söluaðilar bjóða viðskiptavinum sínum DCC-þjónustu, þá verða þeir alltaf að spyrja korthafa fyrirfram hvort þeir vilji þiggja þjónustuna og sýna þeim eftirfarandi upplýsingar:

  1. Upprunalega upphæð með tilheyrandi tákni gjaldmiðils t.d. €.
  2. Upphæð í nýrri mynt með viðkomandi tákni t.d. ISK.
  3. Gengið sem notað verður við umsnúninginn og frá hvaða fjármálstofnun það er fengið.
  4. Álag og aðrar þóknanir ef við á.

Kostir DCC

  • Upphæð í eigin mynt.
  • Gengi gjaldmiðla er fast og fjárhæðin endanleg.

Ókostir DCC

  • Auka álag og þóknanir sem valda því að kaupin verða dýrari. Í sumum tilvikum er kostnaðurinn sem bætist við langt umfram það sem eðlilegt getur talist.
  • Töluvert af upplýsingum sem þarf að yfirfara áður en greiðsla er samþykkt.

Niðurstaða

Að greiða í sínum eigin gjaldmiðli getur verið þægilegt og minnkað óvissu um endanlegt verð. Hafa þarf í huga að um er að ræða aukaþjónustu sem ber kostnað. Fara þarf varlega við að nota DCC-þjónustu og passa að boðið sé eðlilegt gengi og að kostnaður sé sanngjarn, vegna þess að erfitt og jafnvel ómögulegt er fyrir kortaútgefanda að sækja leiðréttingu til handa korthafa eftir að viðskiptin hafa verið staðfest.

Ofangreint er uppfærð útgáfa af grein sem var fyrst birt á Umræðunni í nóvember 2015. Greinin var síðast uppfærð í ágúst 2020.

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur