Miklu mun­ar á leigu­verði eft­ir hverf­um og lands­hlut­um

Þjóðskrá Íslands sendir mánaðarlega út upplýsingar um leiguverð sem eru byggðar á þinglýstum leigusamningum um húsaleigu. Niðurstaðan er sýnd sem leiga á hvern fermetra fyrir tveggja, þriggja og fjögurra til fimm herbergja íbúðir víða um land.
Blokkir í Skuggahverfi
20. janúar 2017

Það gefur augaleið að tölfræðilegar upplýsingar frá stærri svæðum eru alltaf áreiðanlegri en af minni svæðum. Einnig ber að hafa í huga að upplýsingar Þjóðskrár byggja einungis á leigusamningum sem hefur verið þinglýst. Öflun húsaleigubóta er helsti hvati til þinglýsingar og því er líklegt að minni hvati sé til þess að þinglýsa samningum um allra stærstu og allra minnstu eignir.

Í desember 2016 byggðu upplýsingar Þjóðskrár á um 300 leigusamningum af öllu landinu. Hæsta meðalleiguverð í desember var 2.893 kr. á fermetra fyrir tveggja herbergja íbúð í austurhluta Reykjavíkur og lægsta leiguverðið var 1.085 kr. fyrir fjögurra til fimm herbergja íbúð á Ísafirði.

Niðurstöður Þjóðskrár sýna yfirleitt hæsta leiguverðið á fermetra fyrir tveggja herbergja íbúðir og það lægsta fyrir stærstu íbúðirnar. Til þess að skoða leiguverðin nánar verða hér sýndar upplýsingar um mánaðarleigu fyrir 60 m2 tveggja herbergja íbúðir, 85 m2 þriggja herbergja íbúðir og 110 m2 fjögurra til fimm herbergja íbúðir.

Tveggja herbergja íbúðir

Greinilegt er að hæsta leiguverðið á tveggja herbergja íbúðum er í vesturhluta Reykjavíkur, rúmlega 170 þús. kr. fyrir íbúð af þessari stærð. Þvínæst kemur austurhluti Reykjavíkur með um 160 þús. kr. Lægsta verðið er aftur á móti á Suðurnesjum, 95 þús. kr.

Þriggja herbergja íbúðir

Leiguverð fyrir þriggja herbergja íbúðir er langhæst í vesturhluta Reykjavíkur, um 220 þús. kr. Leiguverð er svo í kringum 170-180 þús. kr. víða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Langlægsta verðið er á Vestfjörðum, tæplega um 90 þús. kr. fyrir íbúð af þessari stærð.

Fjögurra til fimm herbergja íbúðir

Stærstu íbúðirnar eru dýrastar í austurhluta Reykjavíkur, um 230 þús. kr. fyrir 110 m2 íbúð. Næsthæsta verðið er í Breiðholti. Lægsta leiguverðið eru Suðurlandi, Vesturlandi og Akureyri, um 130 þúsund.

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur