Mik­il­vægt að afla sér stöð­ugt nýrr­ar þekk­ing­ar

Það eru til ótal margar og mismunandi leiðir til að afla sér þekkingar, hvort sem það tengist starfi eða einkalífi. En af hverju er sérstaklega mikilvægt á vinnumarkaði í dag að huga markvisst að því að halda áfram að læra?
9. október 2018

Samfélög, hagkerfi og tækni hafa gengið í gegnum gífurlega hraðar breytingar á síðari áratugum 20. aldar og á 21. öld. Þær hafa þegar haft og eiga eftir að hafa mikil áhrif á vinnustaði. Til dæmis hefur hreyfanleiki í atvinnulífinu aukist vegna þess að fólk skiptir oftar um vinnu og starfssvið en áður. Áður fyrr leitaði fólk meira í stöðugleika í starfi og skilgreindi sig jafnvel á margan hátt út frá starfi sínu. Í dag er algengt að fólk skipti um vinnu ef það er óánægt og leiti sér að starfi sem veitir því hamingju og uppfyllir þarfir þeirra. Umræðan um að störf séu að hverfa og breytast út af hröðum tæknibreytingum hefur einnig verið áberandi. Sú færni að hafa getu og hæfni til að byggja upp sína eigin þekkingu á markvissan hátt, er því orðin mjög mikilvæg til þess að ná árangri  á vinnustöðum nútímans.

Tökum ekki endilega eftir því þegar við lærum

Þegar talað er um nám eða sögnina „að læra“ er líklegt að það fyrsta sem komi upp í hugann sé hin hefðbundna kennslustofa með borðum, stólum og nemendum sem glósa efnið og þekkinguna sem kennarinn miðlar til þeirra. Þetta hefðbunda form er sannarlega ennþá hluti af námi en er bara ein leið af svo ótal mörgum til að afla sér þekkingar. Hvern einasta dag nýtum við þessar fjölmörgu og fjölbreyttu leiðir en við tökum bara ekki eftir því. Við erum að læra á óformlegan hátt og ómeðvitað. Til dæmis þegar við lesum grein á netinu, horfum á YouTube eða spjöllum við samstarfsfólk. Við lærum eitthvað nýtt af öllum þessum upplifunum án þess að hugsa um það á þann hátt að við séum að öðlast þekkingu. Ef við hugum hins vegar markvisst að því að sækja þekkinguna, hvort sem er á formlegan hátt (t.d. með því að sitja námskeið) eða óformlegan (horfa á fyrirlestur á YouTube) þá getur ávinningurinn orðið mikill fyrir okkur, bæði í okkar faglegu og persónulegu þróun.

Tökum frá tíma til að læra

Lykillinn er að huga markvisst að fræðslunni og búa sér til tíma til að sækja hana. Spyrja sig og leita svara við spurningum eins og: Hver eru markmiðin mín og hvert stefni ég? Hvað kann ég og hvar liggja styrkleikar mínir? Hvaða færni þarf ég að hafa til að halda í við nútímann og svo framvegis. Það er hægt að ákveða eitt kvöld í viku þar sem sest er upp í sófa undir teppi með góða bók eða lesbretti, hlusta á hlaðvarp eða hljóðbók í göngutúrnum og í strætó og svo framvegis.

Erum ekki stanslaust að byrja upp á nýtt

Að vera meðvitaður um að afla sér þekkingar þýðir ekki að við séum stanslaust að byrja upp á nýtt. Við erum einungis að byggja ofan á það sem við búum að nú þegar, samþætta nýja þekkingu við þá sem fyrir er. Við búum alltaf að því sem við höfum lært í lífi og starfi. Sumir eru með fimm háskólagráður á meðan aðrir eru með 40 ára starfsreynslu, sumir eru með hvoru tveggja og enn aðrir eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum eftir útskrift. Að öðlast þá færni, að byggja upp eigin þekkingu á markvissan hátt, er eitthvað sem við erum öll fær um. Ekki bara þau sem yngri eru og með tæknina á hreinu, uppfull af nýjum hugmyndum. Fólk sem er með t.d. 20-40 ára starfsreynslu býr að gríðarlega mikilli þekkingu sem er ómetanleg fyrir vinnustaðina og mikils virði fyrir aðra að læra af. Það er aldrei of seint eða of snemmt fyrir neinn að byggja upp sína þekkingu og stýra þannig eigin þróun í lífi og starfi.

Sjá einnig

Átta góðar ábendingar fyrir atvinnuviðtalið

Mikilvæg fyrstu kynni við tilvonandi vinnuveitanda

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur