Ert þú að hefja fram­kvæmd­ir?

Hvort sem þú ætlar að stækka pallinn, setja kvistglugga á risið, byggja sumarhús eða jafnvel nýtt íbúðarhús er fyrsta skrefið að gera raunhæfa verk- og kostnaðaráætlun.
Viðhald íbúðahúsnæðis
28. desember 2020 - Landsbankinn

Til að kostnaður, í peningum og tíma, komi ekki á óvart er mikilvægt að standa rétt að undirbúningi og áætlanagerð. Það er því gott að ráðfæra sig við sérfræðinga og fá eins nákvæmar upplýsingar um kostnað og framkvæmdatíma og mögulegt er áður en hafist er handa. Áætlunin þarf bæði að taka til efniskaupa og vinnu iðnaðarmanna. Í sumum tilvikum getur borgað sig að fá iðnaðarmenn til að gera tilboð í verkið en í öðrum tilvikum er betra að borga samkvæmt tímagjaldi.

Gera þarf ráð fyrir óvissu í kostnaði en líklega kannast margir við að kostnaður við framkvæmdir á það til að fara fram úr áætlun, frekar en að vera ódýrari en upphaflega var áætlað. Þá getur líka verið erfitt að áætla framkvæmdatíma enda geta framkvæmdir tafist af ýmsum orsökum, m.a. vegna veðurs eða vegna þess að verkið reynist umfangsmeira og flóknara en upphaflega var reiknað með.

Fjármögnun fer eftir umfangi framkvæmdanna

Þegar kostnaðar- og verkáætlun liggur fyrir þarf að skoða hvernig hægt er að fjármagna framkvæmdirnar. Best er að hafa safnað peningum í framkvæmdasjóð en ef þú átt ekki laust fé aflögu getur þú tekið lán. Nokkrir kostir standa til boða en það fer eftir eðli og umfangi framkvæmdanna hvaða kostur hentar best.

Ef um er að ræða smærri framkvæmdir, s.s. viðgerðir og lagfæringar, gæti verið einfaldast að taka skammtímalán, t.d. Aukalán Landsbankans, til að brúa bilið. Lántökuferlið er einfalt og fljótlegt og þú færð peningana strax greidda inn á reikning eða kreditkort. Þú greiðir mánaðarlega af Aukaláninu en getur einnig greitt lánið hraðar niður án aukakostnaðar. Ef aðeins er um að ræða lága fjárhæð getur einnig hentað að taka yfidráttarlán sem þú getur síðan skráð í niðurgreiðsluferli eins og þér hentar best.

Aðrar lausnir fyrir dýrari framkvæmdir

Ef um er að ræða dýrari framkvæmdir getur verið hagstætt að greiða fyrir þær með því að taka nýtt íbúðalán eða endurfjármagna og hækka áhvílandi íbúðalán til að greiða framkvæmdakostnaðinn. Til þess að það sé mögulegt þarf að vera nægilegt veðrými á húsnæðinu. Svona lagað skal þó aðeins gera að vel athuguðu máli og þú þarft að vera viss um að framkvæmdirnar séu nauðsynlegar og að þú ráðir við hærri greiðslubyrði. Afgreiðslutími íbúðalána er heldur lengri en á skammtímalánum. Vextirnir á íbúðalánum eru á hinn bóginn lægri og þegar um er að ræða hærri fjárhæðir skipta kjörin meira máli.

Hvenær er eign veðhæf?

Til að geta tekið lán með veði í fasteign þarf eignin að vera veðhæf. Til að meta veðhæfi er horft til byggingarstigs fasteignar. Byggingarstigin eru fjögur, allt frá því að byggingarleyfi hefur verið gefið út (byggingarstig B1) þar til bygging og lóð eru fullgerð (byggingarstig B4). Bygging er veðhæf þegar hún er orðin fokheld, þ.e. búin að ná byggingarstigi B2. Eftir þann tíma er hægt að fá lán með veði í byggingunni, en áður en það gerist þarf að tryggja lán með öðrum hætti.

Framkvæmdalán vegna nýbygginga

Ef þú ert að hugsa um að byggja íbúðarhús, þá er hægt að byrja á að fá framkvæmdalán vegna nýbygginga. Þegar eignin er fokheld (byggingarstig B2) er mögulegt að breyta láninu í íbúðalán sem geta annað hvort verið verðtryggð eða óverðtryggð eða blanda af báðum þessum kostum.

Ef þú átt fasteign fyrir og veðrými leyfir getur þú einnig tekið verðtryggt eða óverðtryggt íbúðalán með veð í eigninni og flutt lánið á nýbygginguna þegar hún er orðin fokheld og veðrými hefur myndast á henni.

Að finna réttu lausnina

Framkvæmdir má fjármagna með ýmsum hætti. Til að finna réttu fjármögnunarleiðina þarf fyrst að gera verk- og kostnaðaráætlun og fá svo aðstoð hjá sérfræðingi eða þjónustufulltrúa Landsbankans við að finna bestu lausnina. Gangi þér vel!

Þú gætir einnig haft áhuga á
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur