Fyrsta skrefið áður en sótt er um lán er að fara í gegnum greiðslumat til að átta sig á stöðunni og lánamöguleikum. Það tekur nokkrar mínútur að fara í gegnum greiðslumat en þú getur líka áætlað greiðslugetuna með því að setja forsendur inn í reiknivélina. Næst pantar þú tíma í ráðgjöf í útibúi og ráðgjafar okkar aðstoða við lántökuna.
Framkvæmdir og sumarhús
Hvað þarftu að fjármagna?
Finnum hagstæða leið til að fjármagna fasteignina, framkvæmdirnar, nýbygginguna eða sumarhúsið.
Fasteigna-, sumarhúsa- og frístundalán
Við lánum þér fyrir kaupum á fasteignum, sumarhúsum, hesthúsum, lóðum eða frístundajörðum. Vextirnir geta verið verðtryggðir eða óverðtryggðir og ráðast vaxtakjör af veðsetningarhlutfalli.
Veðhlutfall | Óverðtryggt | Verðtryggt |
---|---|---|
0-30% | %interest113% | %interest95% |
31-50% | %interest114% | %interest96% |
51-70% | %interest115% | %interest97% |
Lánareiknir
Ertu að fara að byggja?
Með nýbyggingarláni brúum við bilið þar til heimili þitt er fokhelt og þú getur tekið hefðbundið íbúðalán. Lánið hækkar á framkvæmdatíma í samræmi við kostnað og framvindu verksins.
Ert þú að hefja framkvæmdir?
Hvort sem þú ætlar að stækka pallinn, setja kvistglugga á risið, byggja sumarhús eða jafnvel nýtt íbúðarhús er fyrsta skrefið að gera raunhæfa verk- og kostnaðaráætlun.
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.