Yfirdráttur

Mæt­um óvænt­um sveifl­um

Þú sérð strax hversu háa heim­ild þú get­ur feng­ið og get­ur breytt eða fram­lengt yf­ir­drátt­inn í app­inu eða net­bank­an­um.

Hvernig virkar yfirdráttarheimild?

Yfirdráttur er lánaheimild sem þú getur notað þegar þér hentar. Lánið hentar vel til að mæta tímabundnum eða óvæntum sveiflum í útgjöldum. Þú greiðir aðeins vexti af þeim hluta heimildarinnar sem þú nýtir.

Hvernig greiði ég niður yfirdráttinn?

Það má alltaf greiða yfirdráttinn niður með því að leggja inn á reikninginn og þá er einnig hægt að lækka heimildina samhliða í netbankanum eða appinu.

Þú getur einnig lækkað yfirdráttinn á betri kjörum með því að taka Aukalán og nota það til að greiða yfirdráttinn niður með mánaðarlegum greiðslum til allt að 5 ára. Þá nýtur þú hagstæðari vaxtakjara og lækkar skammtímaskuldirnar með reglubundnum hætti.

Hvað er lánaheimild?

Lánaheimild er heimild sem segir til um hversu hátt lán þú getur tekið.

Lánaheimildin þín gerir þér kleift að taka lán eða stilla heimildir hvenær sem þú vilt. Þú getur skipt lánaheimildinni á milli Aukalána, yfirdráttarheimildar og kortaheimildar eins og þér hentar.

Lánaheimildin þín er reiknuð reglulega með sjálfvirkum hætti og byggir á fjárhags- og viðskiptasögu þinni.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur