Skammtímalán
Finnum rétta lánið fyrir þig
Þú getur tekið skammtímalán og stillt heimildirnar þínar í appinu og netbankanum. Þú færð lánaheimild sem þú getur skipt milli Aukalána, yfirdráttarheimildar og kortaheimildar eins og þér hentar.

Þarftu að mæta óvæntum útgjöldum? Aukalán hentar við fjölmargar aðstæður. Þú getur tekið lánið hvar og hvenær sem er og færð peninginn strax.

Yfirdráttarheimild er sveigjanlegt lán sem veitt er á debetkortareikning í formi heimildar. Lánið hentar vel til að mæta tímabundnum eða óvæntum sveiflum í útgjöldum.

Lánaheimildin þín er reiknuð reglulega með sjálfvirkum hætti og byggir á fjárhags- og viðskiptasögu þinni. Þú getur skipt heimildinni að vild á milli yfirdráttar, kreditkorta og Aukalána.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.