Fréttir

Vör­um við þjóf­um við hrað­banka

Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Netöryggi
23. febrúar 2024

Að minnsta kosti einn viðskiptavinur Landsbankans varð fyrir barðinu á þjófum við hraðbanka í síðustu viku. Við teljum fulla ástæðu til að ætla að þeir muni reyna að endurtaka leikinn, annað hvort við hraðbanka Landsbankans eða annars staðar.

Í því tilviki sem við vitum af virðist sem fjórir einstaklingar, þrír karlar og ein kona, hafi unnið saman að þjófnaðinum. Einn úr hópnum fylgdist með þegar viðskiptavinur Landsbankans setti kort sitt í hraðbanka í útibúi bankans í Borgartúni. Þegar viðskiptavinurinn hafði slegið inn PIN, lét svikarinn líta út fyrir að viðskiptavinurinn hefði misst miða á gólfið. Á meðan viðskiptavinurinn beygði sig niður til að taka miðann upp, kom annar úr þjófagenginu upp að hraðbankanum og tók kortið út á meðan félagi hans hélt áfram að draga athygli viðskiptavinarins frá því sem var að gerast. Þjófarnir fóru síðan þegar í stað í nálægan hraðbanka og tóku út peninga af reikningi viðskiptavinarins, enda höfðu þau bæði kort og PIN viðkomandi.

Aðferðir sem þessar eru vel þekktar erlendis en eru ekki algengar hérlendis.

Málið hefur verið kært til lögreglu sem er að rannsaka málið.

Við ítrekum mikilvægi þess að gæta þess að enginn geti séð PIN þegar það er slegið inn. Einnig er mjög mikilvægt að hafa varann á gagnvart hvers kyns truflunum við úttekt.

Viðbrögð við svikum

Ef þú telur að einhver hafi komist yfir greiðslukortið þitt er mikilvægt að frysta það eða loka því strax. Ef kortinu þínu eða kortanúmeri er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Við mælum með að þú hafir líka samband við okkur sem fyrst í s. 410 4000, með því að senda okkur tölvupóst í landsbankinn@landsbankinn.is eða í gegnum netspjallið. Utan afgreiðslutíma bankans getur þú hringt í 525 2000 sem er neyðarnúmer vegna Visa-korta.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur