Takk fyrir komuna á Fjármálamót!
Við þökkum þátttakendum í Fjármálamóti: Fjármál og frami, sem fram fór á þriðjudaginn, fyrir frábæra mætingu og líflegar umræður um stöðu ungs fólks á atvinnumarkaði.
Þetta var fyrsti fræðslufundur bankans í nýju húsi og fór þátttaka fram úr væntingum, þrátt fyrir gula veðurviðvörun.
Á fundinum fjallaði Guðrún H. Bjarnadóttir, sérfræðingur í viðskiptalausnum, um fjárhagsstöðu ungs fólks og hvar gögnin segja okkur að sóknarfærin liggi fyrir þann aldurshóp.
Sverrir Briem, meðeigandi í Hagvangi, fór yfir góð ráð fyrir fólk í atvinnuleit, hverju vinnuveitendur eru að leita eftir í ráðningarferlum, stöðuna á vinnumarkaði og launauppbyggingu fyrirtækja.
Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans, veitti síðan heilræði um persónuleg fjármál og fór yfir hvernig best er að byrjað að spara.