Spennandi dagskrá á sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 22. september og verður einnig aðgengilegur í beinu vefstreymi. Dagskráin hefst kl. 9.00 en boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.
Fundurinn er sérstaklega ætlaður stjórnendum fyrirtækja, fólki í rekstri og fjárfestum. Markmið okkar er að fundargestir fái betri innsýn í það sem ber hæst í þessum málaflokki og fái skýrari hugmyndir um næstu skref í sjálfbærnimálum fyrir sitt fyrirtæki eða fjárfestingar.
Aðalfyrirlesari er Tjeerd Krumpelman frá ABN AMRO banka í Hollandi en hann hefur einstakt lag á að tala um sjálfbærni fyrirtækja á mannamáli. Hann hefur yfir 20 ára reynslu í fjármálageiranum og annast m.a. sjálfbærniráðgjöf hjá ABN AMRO sem er í fararbroddi fjármálafyrirtækja í sjálfbærum fjármálum.
Í tengslum við fundinn verður fyrsta rafflugvélin á Íslandi til sýnis í Grósku og að fundi loknum býðst gestum að smakka snarl af fyrsta vetnisgrillinu á Íslandi.
Dagskrá
- Setning
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. - Fjárfestingar og fyrirtækjarekstur fyrir auðgandi framtíð
Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. - Creating value for stakeholders through impact assessment
Tjeerd Krumpelman, alþjóðasviðsstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO. - Sjálfbær sjávarútvegur - tækifæri og áskoranir
Runólfur V. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur. - Vistvænni mannvirkjagerð - út frá sjónarhóli verktaka
Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk ehf. - Bætt orkunýting í skipaflutningum
Stefán H. Stefánsson, framkvæmdastjóri Cargow.
Fundarstjóri er Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans.