Staðfesting við kortanotkun - nýtt útlit á vottun Visa
Við vekjum athygli á lítilsháttar breytingum á vefsíðu sem birtist þegar Visa-korthafar eru beðnir um að staðfesta kaup á netinu með staðfestingarkóða.
Breytingarnar verða gerðar miðvikudaginn 10. nóvember 2021.
Þegar korthafar nota kort til að borga fyrir vöru eða þjónustu á netinu hjá söluaðila sem krefst þess að kortið sé vottað af Visa (e. verified by Visa) birtist vefsíða þar sem korthafi er beðinn um að slá inn staðfestingarkóða (e. secure code). Staðfestingarkóðinn er sendur í SMS-skilaboðum frá Valitor. Ferlið er að öðru leyti óbreytt.
Vefsíðan mun frá og með kvöldi 10. nóvember líta svona út:
Við minnum á mikilvægi þess að lesa vandlega öll skilaboð sem koma frá kortafyrirtækjum, bankanum þínum eða öðrum, m.a. í tengslum við netverslun. Á vef Landsbankans er aðgengilegt fræðsluefni um netöryggi.
Nánari upplýsingar á vef Valitor
Hvernig get ég varist kortasvikum?
Fréttin hefur verið uppfærð. Breytingunum var frestað um einn dag.